Séð og Heyrt + Lesið
5.12.2010 | 07:53
Já svo merkilegt sem það er þá erum við íslendingar ansans kjaftaskjóður og höfum afar gaman að setja fram staðhæfingar sem við vitum ekkert um, bara að því að við Sáum, heyrðum eða lásum, að mínu mati er það eiginlega ekki nóg, við þurfum að vita svona nokkurn veginn hvort um sannleika er að ræða eða hvernig liggur í málum áður en við staðhæfum það.
Nú að sjálfsögðu les ég blogg eins og allir aðrir og réttilega sagt, þá er það fyrir neðan allar hellur hvað fólk sem á að teljast vitiborið lætur út úr sér, hvort sem það er til að koma af stað úlfúð eða að það trúir öllu sem það heyrir nú ef einhver kemur með sannleikann í komentum þá er honum eigi svarað eða það er hraunað yfir fólk, enda er ég hætt að fara inn á aðrar síður, bara hjá mínum vinum, sem ég er búin að fækka verulega.
Einkenni okkar er að gormast út í ófarir annarra, það er sama hvað það er, útásetning í niðrandi tón er alveg nauðsynleg hjá þessu fólki og það svo að æluna upp í hálsinn maður fær.
Eitt er víst að hið neikvæða er í hávegum haft, hið góða og skemmtilega fær maður sjaldan að heyra, kannski ekkert skrítið þar sem landsmenn eru mataðir af ansans ruglinu árið og árin út, en tekið skal fram að allar götur höfum við verið kjaftaskjóður það hefur bara aukist með tilkomu blaða og annarra miðla.
Ég er ein af þessum skrítnu konum sem les ekki slúðurblöð, þau bara höfða ekki til mín, mér finnst það ekki vera hápunktur lífs míns að vita, hvenær einhver skilaði diski í Snælands video eða hvort annar fékk sér vínbelju í ríkinu í Garðabæ, eða hvort þekktir menn og konur fái sér kaffi í kaffitár á Höfðatorgi, ja eða að Kári Stefánsson hafi keypt blómvönd og sagst ætla strax heim með hann, Halló, halló er ekki allt í lagi með fólk?
Svo eru það eldhús sögurnar, jerímías þær eru nú krassandi það vita allir sem hafa komist í tæri við þær, konur sitja saman og hnoða saman einhverri vitleysu sem fellur í kramið hjá kjaftaskjóðunum, eins og er fólk slítur samvistum þá getur það nú ekki verið vegna þess að báðir aðilar ákveða það í góðu að það sé fyrir bestu eða að skilnaður sé það eina rétta, nei sko það er örugglega öðru hvoru að kenna og vitleysan =)((/%$$#""!$#%&/()=Ö=Ö)%$#"! á háu stígi vellur úr munni þessara kvenna og reyndar karla líka því eigi eru þær betri vinnustaða-kaffistofurnar þeirra.
þarf ætíð að gera skilnað fólks að einhverju ljótu, ég spyr af hverju, annars veit ég svarið, til þess að veikar tungur geti sett fram kjaftasögur, af hverju, jú vegna þess að fólk heldur að það fái athygli ef það hefur nóg að segja um náungann, en það er bara ekki þannig á endanum tapar fólk virðingu sinni.
Þetta er að sjálfsögðu Egó rétt eins og stjórnsemin, þú skalt ná því fram SEM ÞÚ VILT hvað sem það kostar. Mín skoðun er sú að okkur kemur ekkert við annarra manna líf og höfum ekkert um það að segja, nema við séum beðin um álit.
Ég þakka guði fyrir þann þroska sem ég hef öðlast, er á góðri leið með að hætta stjórnseminni og vitið þið, það er bara nokkuð notalegt að vera laus við þá tilfinningu að halda að ég þurfi að stjórna, að hætta að stjórna er nefnilega það að vera búin að læra að treysta þeim sem ég hef stjórnað í allar götur.
Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Athugasemdir
Góð færsla kæra vina.
Knús á norðurslóðir!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.12.2010 kl. 10:05
Takk vinkona
Knús í heiðarbæinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2010 kl. 16:44
.. Ég les stundum Séð og heyrt í röðinni í Bónus eða á hárgreiðslustofunni, verð alveg að játa það upp á mig. En stundum fær maður hreinlega ógeðistilfinningu á slúðri og kjaftagangi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2010 kl. 17:01
Það er málið Jóhanna mín, ég er ekki að ná svona persónulegum skrifum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2010 kl. 21:37
Já fólk verður að hafa það eins og því hentar. Ég kaupi ekki svona blöð, er of nísk. Ég geri eins og Jóhanna, fletti þeim á hárgreiðslustofunni (reyndar aldrei í búðum hehe ) en nú hef ég ekki farið á slíka stofu í 2 ár eða svo og er alveg dottin úr séð og heyrt bransanum.
Fólk ber sjaldnast slúður í mig - ég hef ekki áhuga. Á nóg með að stjórna og passa sjálfa mig
Ragnheiður , 5.12.2010 kl. 23:11
Sammála Milla mín, við mættum oft taka okkur á og hugsa áður en við setjum fram eitthvað sem við höldum, en vitum ekki nóg. Það er hægt að særa fólk ótrúlega mikið með allskonar svoleiðis sögum sem eiga jafnvel ekki við nein rök að styðjast.
Ég er sammála Ragnheiði fólk er löngu hætt að reynda að segja mér svona sögur, því ég hef engan áhuga á þeim, og því fjær að ég beri þær áfram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2010 kl. 10:13
Ragga mín ég kaupi heldur aldrei svona blöð og fólk er ekki að lepja í mig hinar ýmsu sögur, en ef þeð snertir mig þá eru margir fljótir til að lepja.
Knús í þitt hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2010 kl. 13:28
Ásthildur mín þú skilur mig svo vel
Kærleik í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2010 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.