Það sem kemur upp í hugann III
8.12.2010 | 10:58
Þetta er nú akkúrat tíminn til að rifja upp gamlar minningar, var að tala við Ingó bróðir minn í gærkveldi, að vanda gátum við talað vítt og breytt.
Hann spurði mig hvað þetta þýddi hjá einu barnabarninu mínu að segja á facebook: "Mamma er fífl"
Jú ég gat sagt honum að þetta hefði komið til vegna þess að mamma hennar vildi ekki segja henni hvað væri í einum af mörgum jólapökkunum sem þær fá systur, búið að pakka þessu inn og ekki orð meira með það.
Svona eruð þið þessar konur sagði hann, við sagði ég, en þið, jæja fór að segja honum að þegar ég var 11 ára spurði mamma hvort ég vildi fá listdansskauta eða dúkku í jólagjöf, sagði, skauta að sjálfsögðu vissi alveg að ég fengi dúkkuna líka og var búin að finna herlegheitinn í tösku undir rúmi hjá mömmu og pabba, svona var maður orðin útsmogin bara 11 ára.
Nú hann fór að segja mér frá jólagjöfum sem þeir áttu að fá bræður, mamma og pabbi voru nýkomin að utan og keyptu jólagjafirnar þar, þeir voru ekki lengi að þefa þær uppi og léku sér með þær ætíð er þau voru ekki heima, þegar svo jólapakkarnir voru opnaðir sagði mamma eitthvað á þá leið að þetta liti svo notað út, en þetta voru byssur, en hún fattaði aldrei hvað hefði gerst.
Þarna er ég með þessum elskulegu bræðrum mínum, sem voru
fyrirmyndar drengir í öllum veislum.
Og þarna eru þeir í jólaboði hjá Þorgils afa og Margréti
konu hans, það er hún sem situr og er að leika við þessa engla
enda líta þeir ekki út fyrir að vera prakkarar.
Knús í öll hús
Athugasemdir
Hahaha prakkarar. Gaman að þessu Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2010 kl. 10:20
Já skemmtilegt stundum að ganga minningagötuna ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 22:40
Valdís Skúladóttir, 10.12.2010 kl. 22:43
Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2010 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.