Mamma og Pabbi

Mamma mín Halldóra Þorgilsdóttir dó í gærkveldi 87 ára að aldri.
Hennar heimili var til margra ára öldrunarheimilið  Skógarbær það
fór afar vel um hana þar og starfsfólkið alveg yndislegt takk fyrir
að hugsa svona vel um hana elskurnar.

Pabbi dó fyrir mörgum árum og mamma var búin að bíða og vona
alla daga eftir að fara til hans og nú eru þau saman á ný.

Þau voru afar samrýmd fóru meira að segja ekki að versla án hvors
annars og eins og var siður er þau byrjuðu sinn búskap þá borgaði
húsbóndinn, enda kunni mamma þessi elska ekki að fara í banka er
pabbi dó og það var alveg tilgangslaust að kenna henni það.

Við systkinin áttum gott heimili og við vorum alin vel út í lífið.

Takk fyrir mig elsku mamma og pabbi.

Image0001

Mamma og pabbi ung og falleg eins og alltaf

img_0006_new_0001.jpg

Aðeins eldri, en samt falleg

Image0017

Þarna er mamma með Sigrúnu Leu og Guðrúnu Emilíu

img_0003_936885.jpg

Fjölskyldumynd, tekin er ég er 11 ára, vantar Guðna bróðir
hann var ekki fæddur þarna

mamma.jpg

Mamma mín

pabbi_0001_1054141.jpg

Pabbi minn

Þið voruð yndisleg og til hamingju með að vera saman á ný
minningin um þær skemmtilegu stundir sem við áttum með
ykkur mun lifa.

Takk fyrir mig elsku mamma og pabbi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fæ alveg gæsahúð að skoða þessar fallegu myndir úr fortíð þinni Milla mín. Votta þér samúð með mömmu þína, en mikið er gott að hún fær að ferðast á nýjar slóðir og sameinast pabba þínum á ný.

Knús í hús.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta voru falleg minningabrot og ljúft að lesa.  Ég votta þér innilega mína samúð elsku Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2011 kl. 12:47

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Samúðarkveðjur

Blessuð sé minning þeirra

Valdís Skúladóttir, 16.1.2011 kl. 14:24

4 identicon

Samúðarkveðjur Milla mín til þín og þinna.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:31

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þau eru sko örugglega sæl saman á ný

Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2011 kl. 14:32

6 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 16:20

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk nafna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2011 kl. 16:50

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús og kveðjur. Er ekki viss um að það eigi að heita samúðarkveðja :) Svona er lífið og þarna endum við að lokum..Þú átt góðar minningar sem gleðja hug og hjarta!

Kveðja úr Heiðarbæ..frá Gunna líka;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.1.2011 kl. 16:54

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessuð sé minning hennar, fallegar myndir og falleg grein Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2011 kl. 18:46

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín það var ósköp ljúft að hún fékk loksins að fara til pabba, en sorgin er ætíð fyrir hendi.
Takk fyrir kveðjuna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2011 kl. 21:31

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ásthildur mín og stóran knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2011 kl. 21:32

12 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur Milla, það er alltaf vont þegar mamman er ekki lengur.

Mín mamma er búin að vera í öðrum heimum í átta ár. Hugsa oft til hennar og sakna.

Ragnheiður , 16.1.2011 kl. 21:42

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragnheiður mín, já það vaknar hjá manni sorg, en einnig léttir fyrir hennar hönd.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2011 kl. 12:35

14 identicon

Ég votta þér og þínum samúð mína

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:23

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Birna Dís mín, sendi þér hjartans kveðjur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2011 kl. 10:02

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mínar innilegustu samúðarkvveðjur og hafðu þökk fyrir fallegan pistil um foreldra þína.

Núna una þau glöð í vori og víðáttu, laus við alla krankleika - og saman á ný.

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.1.2011 kl. 09:48

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Beggó mín og einnig fyrir falleg orð, já þau eru örugglega laus við krankleika og við vorum nú að segja fjölskyldan að örugglega væru þau komin í moll of heaven þau elskupu að versla saman þessar elskur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband