Smá minningarbrot

Það er svo margt sem kemur upp í hugann, mamma var
stórkostleg kona, veislurnar hennar voru rómaðar fyrir
góðan mat og fallega framsetningu, ég og bræður mínir
lærðum margt og mikið af henni,
en set inn nokkrar myndir.

mamma_a_lita.jpg

Hér eru þær að lita Mamma, Milla mín og tvíburarnir mínir.
Við vorum í bústað rétt fyrir utan Egilsstaði.

3_0003_newmae_gur_me_tvibbana.jpg

Þarna erum við mamma, ég, Dóra mín og tvíburarnir fyrir utan
safnið á Hvammstanga og allir nýkomnir úr sundi

3_0001_newmae_gur_me_vitto.jpg

Ég með Viktoríu Ósk, mamma og Milla mín stendur fyrir aftan
okkur tekið þegar ljósálfurinn minn fékk nafn.
Ég saumaði kjólinn og auðvitað lærði ég hardangur og Klaustur
hjá mömmu.

100_8772.jpg

Ætíð er maður fór til mömmu langaði hana í pulsu með steiktum og
miklu sinnepi, svo fannst henni voða gott að eiga coke í ísskápnum
sínum, nú kókósbollur og Remí kex var ætíð á óskalistanum svo og
jarðaber, bláber og rjómi.
Að sjálfsögðu komu allir með það sem hún bað um og birgðirnar
voru stundum orðnar útrunnar, þá var bara hreinsað út.

img_0001-1.jpg

Það var alltaf voða fjör á gamlárskvöld hjá ömmu þá máttu
sko barnabörnin leika sér með hattana hennar og það var
ekkert smá safn, aldrei var neinu hent, svo af nægu var að taka.

mamma_vi_sauma_hja_doru.jpg

Svona var mamma, það þurfti að sauma gardínur hjá Dóru þá komu
þau mamma og pabbi, mamma saumaði og pabbi lék sér við yndin sín
Hann elskaði okkur öll afar mikið.
Mamma taldi það ekki eftir sér að koma til að mála, sauma, hjálpa
okkur að útbúa veislur, ekki var hann pabbi minn síðri í eldhúsinu
hann gat allt alveg eins og hún.
Takk af ollu hjarta fyrir mig elsku mamma og pabbi.



matarbor_mamma.jpg
Mynd af einni veislunni, þau elduð allan matinn nema
míní-svínið ofninn hennar tók það ekki
Tekið að mig minnir er Guðni bróðir fermdist.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2011 kl. 17:52

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 19.1.2011 kl. 19:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert svo ljúf elsku Milla mín.  Takk fyrir þessar frábæru myndir og einnig myndirnar af pabba þínum og mömmu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 21:24

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig elsku Ásthildur mín
Knús til þín og þinna. :):):):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2011 kl. 06:19

6 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:02

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Frábærar myndir og minningar þínar Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.1.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband