Þegar maður vaknar upp af meðvirkninni

Margir eiga örugglega svipaða sögu að segja og ég.

þegar ég var lítil, dekruð og einu áhyggjurnar voru þær að finna út leiðir til að fá það sem manni var bannað, oftast tókst það, en eigi alltaf, aðeins eldri byrjaði maður á skíðum síðan í skóla voru það fimleikar, skautar + skíði, unglingur, bara gaman að lifa við þetta allt + dansinn sem bættist við flóruna og svo skólinn bæði hér heima og erlendis.

Aðeins eldri kom svo fyrsti engillinn minn, var á skautum þar til hún var 3 ára, búið basta, komin í átið og fleiri engla og svo enn fleiri engla og allmörg kíló í viðbót. Maður er sko ekki í lagi.

Sé núna þegar ég er búin að kasta meðvirkninni frá mér hvað ég laug hrikalega að sjálfri mér og var í stöðugum feluleik með allt sem ég lét ofan í mig, át helst ekki fyrir framan aðra.

Sumir vilja halda að maður borði of mikið vegna einhverja aðstæðna í sínu lífi, auðvitað notaði maður það sem afsökun, en þvílíkt fjandans kjaftæði og einn feluleikurinn í viðbót því það sem gerist í lífi manns, gerist ekki nema að því að maður leifir því að gerast, allavega tel ég að svo hafi verið í mínu tilfelli, ég ber ábyrgð á mínu lífi og engin anna, málið vað að ég var orðin fjandans ofæta, mér detta í hug risaeðlurnar sem voru stöðugt að borða, svoleiðis var ég.

Hvað ætli ég sé búin að fara í marga megrunarkúra, sko þeir eru margir, en engin hefur virkað, skrítið, nei ekkert skrítið því ég tók aldrei toppstykkið með, það er nefnilega það sem þarf, sko lífstílsbreytingu og hún byrjar í heilabúinu.

Í mörg ár er ég búin að undirbúa  heilabúið og loksins kom að því að Milla litla vaknaði upp af meðvirkninni, fékk nóg af áti sem skapaði vanlíðan alla daga, þvílíkt og annað eins rugl ég er 68 ára gömul og það er búið að taka mig 46 ár að átta mig á því hvað ég var vond við sjálfan mig.

Mig langar til að segja ungum konum sem eru í sömu sporum og ég takið ykkur á og verið ekki svona meðvirkar sjálfum ykkur,nema að þið viljið enda eins og ég heilsulaus gleðipinni, það er nefnilega það sem gerist, þið missið heilsuna, betra að vera heilsugóður gleðipinni  og geta ferðast um allt að vild.

Vona að allt muni ganga vel hjá mér í þetta skiptið, ætla að segja ykkur fréttir, ég fæ nefnilega ekki fleiri tækifæri, þau fást ekki endalaust og bara eftir pöntun eða hentileika.

Kærleik á línuna
Milla
InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér Milla mín..Maður platar oft sjálfan sig en svo kemur að uppgjörinu:)

Kveðja norður á Húsavík úr Heiðarbæ.

Gunni sendir kveðju og knús!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.2.2011 kl. 10:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel elskuleg mín og takk fyrir þarfan pistil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar elskurnar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2011 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband