Eitthvað ruglumbull
14.2.2011 | 22:05
Hamingja, tilhlökkun, von, vonbrigði, ótti já einhvernvegin í þessari röð og þó veit ég ekki alveg.
Munum við ekki öll eftir þessu ferli, allavega ég, ung var ég ekki oft skotin í strákum, en það kom fyrir og jedúddamía hvað það var gaman á meðan á því stóð þó maður væri aldrei með þeim strák sem skotið átti skipti það engu. Nú það kom að því að ég varð alvöru skotin þá byrjaði lífið eins og það er hjá flestum, einhvern tímann, en auðvitað reynir maður að halda öllu saman nú það voru börnin og þetta sem allir kannast við.
Ég barðist alla tíð eins og rjúpa við staur að finna eitthvað sem ég aldrei fann og hef ekki fundið en.
Það sem ég ætlaði að segja er að mér fannst og finnst enn að ég sé svo klár og ómissandi að eigi sé hægt að vera án mín, en ég get svo hæglega verið án annarra, ég er snillingur í að loka á fólk sem ég tel mér ekki samboðið, eigi meina ég í stétt, heldur í heiðarleika, skemmtilegheitum, tala út um málin, koma beint að mér og ræða við mig, ekki fara útundan sér í ótta, já ótta við hvað?????????????????
Eitt er það sem mér finnst óþolandi er loftkastalatal og sjálfshól, segjandi að þetta skuli vera svona og svona, standa svo ekki við neitt af því sem sagt hefur verið og með því særandi litlar sálir sem ekki er svo auðvelt að sættast við eins og mig og fleiri.
Vanmátt og ótta finn ég er allt í einu kemur á daginn að ég er ekki ómissandi, kannski er ég orðin gömul, gleymin með skrýtnar skoðanir, en tel samt að ég hafi oftast rétt fyrir mér, en kannski skjáflast mér og það er bara allt í lagi því ég ætla að halda mínu striki hugsa um sjálfan mig og lifa lífinu lifandi.
Vona bara svo hjartanlega að fjölskyldan mín sem er mér næst virði mig fyrir hvað ég er og hvernig ég kem fram, passi sig á því að særa aldrei neinn nema að það sé áunnið.
Kærleik á línuna
Athugasemdir
Milla mín hvernig er hægt annað en að virða þig fyrir það sem þú ert? Opna kærleiksríka kona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2011 kl. 10:35
Takk elsku vinkona mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2011 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.