Ævintýri eða upplifun

Vinkona mín sagði mér eitt sinn frá ævintýri eða upplifun sem hún lenti í. Hún lá í rúmi sínu, en eðlilegt fannst henni að standa allt í einu  niður á bryggju, þar var fullt af fólki og þar á meðal barnabörnin hennar, allt í einu sér hún hvar Höfrungur kemur upp úr sjónum, hann talar til hennar og honum vantar hjálp, hún kallar hvort það sé einhver bátur á lausu og einn maður kemur og segir komdu ég fer með þig, höfrungurinn fer á undan og vísar leið, er þau koma að hafnarkjaftinum stoppar höfrungurinn og syndir að grjótgarði sem þarna er, en uppi í honum liggur kálfur, vinkona mín stekkur út í sjóinn eins og hún gerði það á hverjum degi syndir að grjótgarðinum, sér þá að kaðall er fast ofin utan um kálfinn neðarlega, hún kallar að hún þurfi hníf, um leið kastar bátseigandinn til hennar hnífi og hún grípur hann eins og ekki neitt, sker síðan á böndin, hjálpar kálfinum niður syndir að bátnum og henni hjálpað upp í hann, hún var afar þreytt, blaut og þyrst.

Nú á að snúa bátnum og halda heim, en þá kemur kúin með kálfinn að bátnum kálfurinn upp í bátinn og þá sér hún að stórt sár er eftir reipið, hún strýkur hendi sinni upp eftir sárinu og viti menn, sárið hvarf, kálfurinn stekkur út í til mömmu sinnar, mamma segir við vinkonu mína, þú munt fá allar óskir þínar uppfylltar, þú þarft bara að biðja um hjálpina síðan fara þau á braut, en þá er vinkonu minni litið upp og  sér þá, þá yndislegustu sjón sem hún hefir augum litið, óteljandi höfrungar mynduðu regnboga hann var sko í öllum regnbogans litum og það var eins og þeir væru að þakka fyrir sig, síðan hurfu þeir á braut.

Þegar þau komu að bryggju var komin fjöldi manns og þar á meðal blaðamenn, þeir vildu fá viðtal, en hún sagði að maður talaði ekki um svona lagað.

Hún fór heim beint upp í rúm, en vissi samt af lækninum sem var þarna, steinsofnaði, er hún vaknaði aftur sat læknirinn við rúmstokkinn, hann spurði hvort það væri ekki allt í lagi, hún var hálf ringluð, en sagði jú jú, en hún væri bara ofur þreytt, hann sagði henni þá bara að hvílast vel.

Já það er stór spurning, hvort var þetta upplifun
eða ævintýradraumur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Það er ekki gott að segja en þetta var skemmtileg frásögn. Heyri um daginn af manni sem var með háan hita að hann sá himnaríki opnast og Jesú steig niður og eitthvað fleira í þeim dúr. Kannski voru þetta veikindin hjá konunni sem kallaði þetta fram.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 12:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dásamleg upplifun.  Það skiptir ekki máli hversu raunverulegt þetta var, því vinkona þín fékk þessa lifun og hún lifir þar.  Við trúum á svo margt sem við getum ekki sannað eða séð, eins og engla, Guð Jesús, jólasveinninin og allskonar.  Þó myndu flestir segja að þetta sé allt saman til, því það er greypt í huga okkar ekki satt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 13:24

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragnhildur, konan var ekkert veik, fullfrísk, það var bara nótt.
Trúi því alveg að maðurinn hafi séð Jesús


Takk fyrir þitt innlegg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2011 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara yndisleg Ásthildur mín, ekki gleyma álfum og svo mörgum öðrum vættum sem eru meðal okkar

Knús í kúlu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband