Einu sinni enn

Ætla ég að tala um stjórnsemi, eins og ég hef áður sagt þá byrjar hún við fæðingu strax byrjum við að reyna hvað við komumst með öskrum, ef það tekst þá er það eigi gott fyrir okkur, ef það tekst ekki þá er það gott veganesti út í lífið, það þarf nefnilega að kenna börnunum að nota stjórnsemina af skynsemi og það gerum við í uppeldinu svokallaða, sem oft vill bregðast því maður veit ekki betur og verður jafnvel ekki var við að maður láti undan.

Man daginn sem ég fermdist þá var að sjálfsögðu veisla og dansað eftir matinn, mágur hans pabba bauð mér upp og við byrjuðum að dansa, allt í einu stoppar hann og segir er ég herrann eða þú Milla mín, HA sagði ég, þú átt sem daman ekki að stjórna mér, Usssusus, mér fannst hann frekar leiðinlegur að segja þetta, en auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, það var bara ég stjórnsama drollan sem taldi mig hafa rétt fyrir mér. Man hvað það fór hrikalega í mínar fínustu er aðrir ætluðu að stjórna í mér, sem var afar algengt á þessum árum er ég var ung, ég vildi stjórna mér sjálf.

Það er þetta sem er svo algengt í dag, krakkarnir og yngra fólk kunna ekki að taka því af skynsemi að einhver ráðleggi þeim, þau vita þetta allt miklu betur en við gamlingjarnir og ekki er ég að gera lítið úr visku þeirra og stjórnsemi þau þurfa að sjálfsögðu að reka sig á, en í mikilvægum málum er kannski betra að hlusta á sér eldri og vitrari því það er dýrt er þeim verður á í messunni og er eða ef það gerist þá hugsa þau ÆI! Æ. hefði betur hlustað á ???.
Man bara hvað ég hugsaði þannig oft lét nú ekki vel að stjórn frekar en þessir krakkar sem ég er að tala um, akkúrat þess vegna get ég talað um þetta, hef nefnilega reynsluna.

Segja ykkur dæmi um ótrúlega stjórnsemi, þegar ég byrjaði að búa í fyrsta nýja húsinu mínu kom mamma og hjálpaði til, hún saumaði allar gardínur, raðaði upp glingrinu og margt annað, hún var í essinu sínu þessi elska og ég hugsaði bara að ég mundi breyta i rólegheitum, en viti menn næst þegar hún kom breytti hún öllu aftur og sagði með þjósti Milla svona er þetta flottast, þar hafði ég það og ekki þorði maður að malda í móinn, maður var svo vel uppalin, eða þannig.

Þetta er náttúrlega stjórnsemi á hæsta stigi og mundi ég aldrei gera þetta hjá mínum börnum þó ég reyni að stjórna með orðum.

Ég var víst að tala um áráttuna hjá unga fólkinu að vilja ráða og að ráða er stjórnsemi. það þarf að kunna að stjórna rétt og réttilega fyrir mann sjálfan taka ráðum ef þau eru góð, unga fólkið í dag er ekki vitlaust það kann að greina á milli góðra ráða eða stjórnsemisráða.

En stjórnsemi verður að sjálfsögðu alltaf til, en elskurnar mínar lærið að stjórna vel og ekki bara í eigin egói

Kærleik á línuna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Milla ég er alveg sammála þér með að við erum stjórnsöm, ég var að þakka þér fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2011 kl. 10:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi knúsin mín var ég að misskilja eitthvað, til hamingju með konudaginn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2011 kl. 11:58

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Allt heilbrigt fólk er fætt með þennan stjórnsemis eiginleika og hann er að mínu viti frumafl. Öll reynum við að láta ekki stjórna okkur, en það er ekki alltaf gott að komast hjá því í bernsku. Þá hlýðum við nánast skilyrðislaust, nema ofvirkir vitleysingar, eins og ég var, enda var ég kölluð öllum illum nöfnum af umhverfinu sem þoldi illa að ég lét ekki að stjórn.

Kennarar andvörpuðu, foreldrarnir sömuleiðis, og oft var ég með allan bekkinn á eftir mér heim úr skólanum, kallandi mig hinum verstu nöfnum, en í minningunni var það oftast vegna þess að ég tók upp hanskann fyrir einhvern minnimáttar. 

Auðvitað viljum við öllu okkar fólki, bæði foreldrum, börnum og vinum vel. Að sýna það í verki er oft erfiðara en maður hyggur, en þá kemur til kasta okkar að reyna að sleppa stjórnseminni, því enginn þolir hana. Það að koma auga á hvort maður þjáist af þessum kvilla eður ei, er ekki svo auðvelt mál. Að vera heiðarlegur án þess að ætla sér að ráðskast með fólk er dyggð.

Sá heiðarleiki byggist á því að koma skoðun sinni á framfæri í rólegheitum og öfgalaust, og reyna síðan ekki að framfylgja henni ef hinn aðilinn er ekki sammála. Ef okkur tekst þetta er stór sigur unninn og þá byrjar fólk líka að taka mark á manni. Að fylgja skoðun sinni til hins ítrasta er ekkert nema frekja og ókurteysi. Ef þú vilt kúga er það aðferðin.

Stjórnsemi þeirra sem ekki hafa stjórn á sjálfum sér er óþolandi. Það sjáum við út um allt nærri daglega, og er nærtækast að nefna Alþingi okkar Íslendinga í dag. Það er því miður ekki samkunda sem við viljum láta ráðskast með okkur, en það er eins og margir stjórnmálamenn sjái ekki muninn á styrkri stjórnun og stjórnsemi.

Mér datt þetta svona í hug út frá skrifum þínum Milla mín. Hafðu þökk fyrir þau. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.2.2011 kl. 00:09

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir góða framsögu Beggó mín og þú kemur með það sem uppá vantar hjá mér í þessu.

Að fylgja skoðun sinni er að sjálfsögðu frekja og ókurteisi, kúgun er það versta sem til er og það er svo sannarlega það sem Alþingi okkar reynir að viðhafa í dag.

Svona skrif hjá mér tengjast oftast einhverju máli og ég reyni að koma mínum skoðunum á framfæri á blogginu, nú ef það ekki tekst þá læt ég það  vera, stundum kemur skilningurinn nokkru síðar og þá er það vel, en ég segi aldrei: " ég sagði þér þetta" tek því frekar sem nýju máli, en hef lúmskt gaman að þessu á stundum.

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2011 kl. 10:37

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sömuleiðis takk!  

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.2.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband