Trúgjarna ég

Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutdeild skatta í verðhækkunum á eldsneyti verið 57,7%. stækka

Ég fæ nú bara vatn í munninn og það er ekkert skrítið, ekki get ég fengið vatn í munn yfir mat, á nefnilega enga peninga til að kaupa hann, en ef ég ætti brot af þessum bunka sem þarna er þá gæti ég keypt mér, mat, lyf, bensín, farið í bíó, leikhús kaffihús, föt, gjafir allt þetta hefur fjarað út með árunum, ég sem var svo trúgjörn að halda að þetta mundi lagast eða þannig. þetta á bara eftir að versna.

Er það normalt að hækkun á verðtryggðum lánum heimila í landinu hækki um sex miljarða vegna hækkunar á olíu og bensíni, nei að sjálfsögðu er það ekki eðlilegt.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eldsneyti hækkaði um 1,8% í verði á milli janúar og febrúar og olli það 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs. Hefur verðið hækkað enn meira á síðustu vikum. Á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu verðmælingu Hagstofunnar hefur verð á bensíni og dísilolíu hækkað um 9%. Að öllu óbreyttu mun sú hækkun eingöngu hækka vísitölu neysluverðs um 0,5% í mars, óháð öðrum liðum vísitölunnar.

Á síðustu mánuðum hefur hlutdeild skatta verið 57,7% er nú 50,2%það hlýtur að koma að því að fólk leggi bílunum sínum að mestu leiti eða alveg. Skattmann segir að opinberar álögur á eldsneyti hafi verið mun hærri á árunum 2000-2005 guð hjálpi manninum til heilsu, er það afsökun fyrir hann/þau að draga okkur alveg niður í skítinn. Man eigi eftir því að mínir tímar hafi ekki verið betri þá, allavega átti ég fyrir mat og öðrum nauðþurftum.

Mér þessari grænu er farið að skiljast að ég verð fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig og það geri ég með því að hætta að borga af öllu nema því sem lýtur að því að lifa og örugglega mun það með tímanum ekki duga til, margir eru fyrir löngu hættir að borga, en lifa samt í fátækt, taldi að það mundi ekki gerast að íslendingar (sumir/flestir) yrðu fátækir aftur, hvernig væri að stofna stjórnmálaflokk sem mundi fá nafnið Fátæklingarnir við gætum kannski unnið saman án þess að þrasa um alla hluti.

Eitt veit ég að ríkisstjórnin er komin út í tóma ranghala sem þeir hafa ekki vit til að koma sér úr, að moka álögum á fólk og fyrirtæki, þýðir bara eitt að allir fara á hausinn og ríkiskassinn fær ekki neitt.

BURTU MEÐ RÍKISSTJÓRNINA.


mbl.is Lánin upp um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja við erum að stefna hratt í þrot með sama áframhaldi það er á hreinu!

Sigurður Haraldsson, 3.3.2011 kl. 08:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigurður þér rataðist satt orð á munn, ég er nú ekki vön að tala um þessi mál, en það datt af mér andlitið er skattmann fór að tala um álögurnar 2000-2005 , ég lifði bara ágætis lífi þá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 10:30

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Segi það með þér Milla! Kíktu á bloggpóstinn:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.3.2011 kl. 11:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Geri það Silla mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 13:44

5 identicon

Jú jú þetta er velferðarstjórnin svona ef menn eru búnir að gleyma því og öllum loforðunum um betra líf.

Ásrún (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband