Eru menn ekki með fulle femm?
7.3.2011 | 07:46
Nei líklegast ekki, auðvitað ekki hvernig læt ég hafði nú svo sem vitund um það, en ég er bara svo bjartsýn að taldi að svona mundi engin láta út úr sér.
Bara rétt að taka það fram að óvæntu útgjöldin eru nú þegar komin upp á borðið, byrjuðu með innlögn hjá mér 4 jan. fékk svo reikning upp á rúmar fimm þúsund því fyrsti dagurinn heitir aðlögunardagur og svo er maður lagður inn, getur fólk sem á aldrei afgang um mánaðarmót borgar nei það getur það ekki.
Ó ég var svo vitgrönn að halda/vona að Guðbjartur kæmi með einhverja góða lausn á okkar málum, en auðvitað ekki, hann segir: "Það lifir engin af 180 þúsund á mánuði" eigi er hann að segja okkur neinar stórfréttir, en hvað lengi til viðbótar ætla hann/þeir að halda okkur í fangabúðum, því við erum í fangabúðum, útilokað er að fara í bíó, leikhús, út að borða, kaffihús, snyrti og hárgreiðslustofur, borða sómasamlega hvað þá að kaupa gjafir fyrir sjálfan sig og aðra, þannig að við erum annað flokks fólk sem er verið að hindra í að komast í tæri við þá sem telja sig æðri, ef einhver telur þetta vera rugl þá er hinn sami meðvirkur skrambans ruglinu.
Aðstæður fólks eru ólíkar segir hann, en á hvers kostnað jú skyldmenna það er að segja þar sem skyldmennin eru til staðar, sumir hafa engin, eða biðja ekki um aðstoð, skammast sín fyrir eymdina og borast bara í sinni holu. Ég veit bara að hefði ég ekki góða að þá væri ég í vondum málum.
það er rétt að ekki er nóg að hækka grunnlífeyrir og hækka svo allt sem við þurfum á að halda, bara svona rétt til að halda lífi, en eitthvað verður þú/þið að gera Guðbjartur, annars fáið þið yfir ykkur allt sem því fylgir að vera fátækur, en þið vitið nú örugglega ekki hvað það er nema kannski úr bókum og bíómyndum.
Ég er óskaplega sár yfir því að við skulum eiga fólk í ríkisstjórn eins og þið eruð, hvernig getur það gerst að ríkisstjórnin skiptir um ham eins og um nærbuxur.
Nú skuluð þið gera eitthvað til að opna hliðin að fangabúðunum og það strax.
Ekki nóg að hækka bæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Milla mín, þetta ástand í þjóðfélaginu í dag er ekki honum Guðbjarti að kenna og ef eitthvað er, þá held ég að hann sé frekar að reyna að gera eitthvað í málunum. Það er allt í lagi að gefa honum séns, hann er bara búinn að vera nokkra mánuði í embætti
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 07:58
Ég er svo heppinn að hafa vinnu, fyrir það fæ ég um 160.000,- í gunnlaun!
Gunnar Heiðarsson, 7.3.2011 kl. 08:11
Nafna mín ég ákvað að gefa þessari ríkisstjórn sjéns, en er löngu hætt því, nei það er ekki Guðbjarti að kenna veit ég vel, en hann er bæði búin að fylgjast með og ber ábyrgð núna.
Við sem erum í þessari stöðu höfum ekki tíma til að gefa sjensa.
Knús í daginn þinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 08:53
Mikið ertu heppinn Gunnar, heilar 160.000.
Ég er með 170.00 ca. er ein, leigi, á bíl get ekki verið án hans, þarf að kaupa nokkur lyf svo hjartað mitt geti slegið fyrir mig, en svona er þetta bara
Fjandi ósanngjarnt
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 08:57
Sama segi ég Milla, þessi ríkisstjórn er löngu kominn langt yfir þann sjens sem hún fékk í upphafi, hvert klúðrið á fætur öðru og peningaaustur í gæluverkefni eins og ESB, en ekki til króna þegar kemur að þeim sem minnst mega sín. Og þegar maður þar á ofan les að fólk svelti sig til að eiga mat fyrir börnin þá er mér allri lokið. Burt með þetta lið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2011 kl. 11:49
Það getur enginn lifað á þessu segja þeir og satt er það, en þeir pína fólk samt áfram og er að ég held alveg sama um okkur, þeir eiga enga sénsa eftir. Hafðu það gott elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2011 kl. 11:59
Ásthildur mín það eru fleiri sem svelta, en maður veit um og það er ömurlegt ástandið í landinu.
Mundi vilja sjá þetta uppstílaða fólk á þingi lifa af þeim tekjum sem okkur eru ætlaðar, svei mér þá ef það er ekki möguleiki á að þau trúi þessu ekki, já það gæti verið því ekki skoða þau útfyrir ramman sem þau eru í
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 13:03
Ásdís mín þeir pína okkur áfram það er satt, maður er búin að puðast við að borga allt eins og vera ber, nú fer maður að hætta því, get ekki séð að það hafi neinn tilgang
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 13:06
Milla mín svona er Ísland í dag, hver einstaklingur þarf lágmargt 250-300 þúsund er lifa á sómasamlegu lífi.
Björt von sem vitað er að rætist aldrei.
knús á þig vinkona.
Egvania
egvania (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 13:56
Ég sætti mig bara ekki við þetta Egvanía mín
Knús til þín elskan
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.