Skammt á milli stórra högga
11.3.2011 | 18:19
Alheimurinn hefur fengið að kenna á bæði náttúruhamförum og stríðsátökum í mörg ár og maður taldi að það væri komið nó, en nei jarðskjálfti upp á 8,8 skók Japan í morgun með tilheyrandi flóðbylgjum sem ollu þvílíkum eyðileggingum, sem eru þær óhuggulegustu sem ég hef séð.
Sjónvarpað var frá þessum voða atburði út um allan heim, sem er ekkert skrítið, svona atburðir hafa mikil áhrif á gang mála í öllum heiminum.
Fjöldi Íslendingar búa í Tokýó og vona ég svo sannarlega að það sé búið að hafa upp á þeim, ég veit að sendiráðs-starfsmenn eru að vinna í þeim málum.
Síðan kl 7 í morgun að ég sá þessar fréttir hef ég verið hálf dofin, bróðir minn og mágkona búa í Tokýó, en voru í LA, vissi ekki hvort þau hefðu farið heim í gær svo ég sendi þeim skilaboð um að hafa samband, mágkona mín hringdi um hæl þessi elska niðurbrotin hafði ekkert heyrt um hvort foreldrar hennar væru heil á húfi og elsku kisurnar þeirra, en á meðan við vorum að tala hringdi skæpið hjá bróðir mínum og vinur þeirra var að segja þeim að allt væri í lagi með fólkið þeirra, en húsið var eitthvað í messi, en hvað með það, dauðir hlutir skipta ekki máli ef allt er í lagi með fólkið.
þau fara heim á mánudag og þá býður þeirra ærið verkefni að styðja við og hjálpa þeim sem orðið hafa illa úti.
Við skulum hafa alla þá sem urðu illa úti í bænum okkar
Athugasemdir
Milla mín!
Þetta er skelfilegra en tárum taki, þó svo ég sé búin aða fella þau allmörg í dag, í hluttekningu með þessu blessaða fólki. Hugsaðu þér að þessi skjálfti var 1000 sinnum sterkari en Suðurlandsskjálftinn okkar, og var hann nú meir en nógu stór að allra mati.
Ég er fegin að heyra að fólkið þitt slapp og samkvæmt kvöldfréttunum er líklegt að allir Íslendingar búsettir í Japan hafi sloppið líka. Sem betur fer virðumst við mörlandarnir sleppa vel í náttúruhamförum hvar sem þær verða í heiminum.
Ég bið fyrir fólkinu þarna, annað get ég ekki gert, maður er svo vanmáttugur. Ég treysti mér ekki einu sinni að blogga um þetta, svo skelfilegt sem það er.
Bergljót Gunnarsdóttir, 11.3.2011 kl. 19:16
Beggó mín við erum svo vanmáttug, en eina sem við getum er að biðja fyrir fólkinu og senda ljós yfir til þeirra.
Já þau voru heppin bróðir minn og mágkona að vera í LA því húsið þeirra laskaðist eitthvað, en mikið leið henni Eiko minni illa í morgun er við töluðum saman á skæpinu, þessi góða sál sem hún er var miður sín að geta ekki verið með sínu fólki að hjálpa til.
Mér fannst gott að losa um þyngslin í sálartetrinu mínu, svona undir kvöld.
Það er svo gott að vita að þú ert ein af þeim sem ert meðvituð.
Sendi þér ljós Beggó mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2011 kl. 19:30
Sömuleiðis mín kæra!
Bergljót Gunnarsdóttir, 11.3.2011 kl. 19:49
Gott að heyra að það er í lagi með fólkið þitt Milla mín, ég vona að það gangi vel hjá þeim að fara heim aftur þó það sé örugglega ekki auðvelt eins og ástandið er þarna núna.
Sendi ljós til þín og þeirra mín kæra.
Jónína (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 10:30
nei elsku Jónína mín það verður ekki auðvelt, en þau munu ekki verða ánægð með að komast ekki heim til að gera eitthvað gagn.
Takk fyrir ljósið kæra vinkona, ekki veitir af í auma sál.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2011 kl. 12:22
Já svo sannarlega er hugur manns hjá fólkinu í Japan. Sá þessa skelfilegu myndi í sjónvarpinu þegar flóðbylgjan óð yfir allt sem fyrir varð, sú mynd hefur ekki máðst úr huga mér. Allir góðir vættir verndi þetta fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2011 kl. 17:43
Skelfilegt Ásthildur mín og maður getur ekkert gert nema að biðja fyrir elsku fólkinu, ég þakka guði fyrir að fólkið mitt var að heiman, en þau snúa heim aftur á mánudaginn
Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2011 kl. 20:51
Það er eitt sem gleður mig þegar svona atburðir gerast, svo hræðilegir sem þeir eru í sjálfu sér, er hversu allt gott fólk finnur til með þeim sem eru fórnarlömbin. Það eitt gefur manni von um að mannkynið sé ekki eins illa statt og manni finnst stundum, lifandi hér á klakanum með öll okkar vandræði.
Allt í einu bloggar kona að norðan um ættingja sína sem henni finnst ofur eðlilega vænt um, og hefur áhyggjur af. Þá komum við hin inn og höfum fullan skilning og samúð. Þessu fylgir síðan hluttekning frá innstu hjartans rótum, hverrar trúar við erum, jafnvel trúlausar, en allar okkar heitustu óskir og væntingar geta ræst, ef við leggjum saman af heilindum, því trúi ég staðfastlega.
Sendi ykkur ljós eins og Milla segir svo fallega
Bergljót Gunnarsdóttir, 12.3.2011 kl. 22:44
Takk Beggó mín, það sem mér finnst svo fallegt eins og þú segir er þegar fólk kemst að því að
Vinátta okkar sýnir
að menn geta róið
með réttlætinu,
hverrar trúar sem
þeir eru.
Og það er réttlæti í þeim kærleika sem maður finnur fyrir er eitthvað svona gerist.
Kærleik út yfir alheiminn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2011 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.