Fangar, ekki búpeningur
25.3.2011 | 06:31
Reitir, sem eiga Sjafnarhúsið á Akureyri, telja að húsnæðið
henti vel undir fangelsi.
Telja þeir það, þeir vilja náttúrlega losna við húsið, en hvað kostar að breyta húsinu svo það verði notanlegt sem fangelsi, hvar á að gera stórt og aflokað útivistarsvæði með girðingu sem akandi og gangandi vegfarendur sjá inn um, já inn um, þetta hús stendur við þjóðveg eitt og er afar aðgengilegt fyrir hvern sem vill jafnvel áreita fangana, en þetta var spurning um kostnað.
Ég nenni varla að taka þátt í þessari umræðu lengur. Það þarf að standa faglega að þessu og byggja sérhannað fangelsi. Ekki taka í notkun gamla ísbrjóta, gáma eða annað húsnæði langt frá höfuðborgarsvæðinu."
Tek svo hjartanlega undir þessi orð forstjóra fangelsismálastjórnar, lokksins maður sem nennir ekki endalaust að taka þátt í umræðum í einhverjum nefndum um að taka afdönkuð hús eða gáma uppi á fjöllum fyrir fangelsi, við megum ekki fara í þann pakka að vera alltaf með, til bráðabyrgða aðgerðir, sem munu kosta okkur margfalt meira til lengdar, byggja strax varanlegt það er framtíðin.
Segi einnig að fangar eru ekki búpeningur,
fangar eru menn sem eiga rétt á viðunandi aðbúnaði,
aðstoð og allri þeirri hjálp sem þarf til að koma þeim
út í þjóðfélagið afturr.
Verksmiðjur, gámar og ísbrjótar duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gámar uppi á fjöllum??? Búpeningur.. Hvaða hvaða...
Í fyrsta lagi þá eru búðirnar á Reyðarfirði byggðar samkvæmt íslenskum reglugerðum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað, þetta eru ekki óeinangraðir 20 feta gámar staflaðir í hnapp..
Í öðru lagi, þá eru þeir steinsnar frá Reyðarfirði ekki á fjöllum..
Í þriðja lagi,´þá er nú ekki verið að tala um að hýsa þarna fólk með langa dóma á bakinu heldur styttri afplánanir, eða innan við ár..
Að þessu sögðu þá held ég að búðirnar við Reyðafjörð séu ágætur kostur fyrri suma afplánun, en ekki alla.
En ég er hinsvegar sammála að það þarf að skoða aðra kosti þegar kemur að afplánun eða betrunarvist til lengri tíma.. það þarf að skoða í öðru ljósi....
Eiður Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 16:17
Takk fyrir að upplýsa mig Eiður hélt að gámarnir væru uppi á fjöllum, en vissi um að þeir væru sæmilega útbúnir tel þá samt ekki viðunandi í þessu tilfelli.
Annað sem ég er alfarið á móti og hef ætíð verið, það eru bráðabirgðalausnir, þær kosta nefnilega hellings pening.
Einnig vil ég aðgreina fólk í fangelsum eftir því hversu alvarleg brotin eru , en það er nú bara eins og allt annað sem ég rita hér á þessa síðu, mín skoðun.
Takk fyrir þitt innlegg.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2011 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.