Hver hafi sína skoðun.

Mín skoðun er örugglega ævintýralituð í augum sumra,
heillandi finnast mér svona uppákomur og ættu allir að
huga vel að orkunni sem skapast á svona dögum í einu
og öllu, ekki síst í ástarmálunum.

 Laugardagurinn verður sannkallaður tungldagur. stækka

Hugsið ykkur þetta stórkostlega fyrirbæri, tunglið eins nær jörðu og það kemst+fullt tungl það getur ekki verið meiri kraftur en á svona stundum, talandi um kraft allir sem hafa horft á náttúruhamfarir og afleyðingar þeirra vita að ekkert ræður við þá orku sem brýst fram og sópar með sér öllu sem á vegi verður eins og um spilaborg væri að ræða.

Talað er um að samsæriskenningar gangi nú um netið og vilja spekúlantar meina að þessi staða tunglsins hafi haft áhrif á hamfarirnar í Japan, hef alveg trú á því. Eru þetta nokkuð samsæriskenningar, samsæri gegn hverju, mundi nú frekar kalla þetta umræður.

Breskir vísindamenn vísa þessum kenningum alfarið á bug, tel þá bara vera í feluleik eða jafnvel að þeir viti ekkert um þá orkubreytingu sem fer fram við svona atvik, enda Bretar. þeir fara aldrei út fyrir rammann.

Einn sérfræðingurinn Dr. Robert Massey segir ekkert sérstakt við jarðnám tunglsins þann 19/3 og engin óeðlileg fyrirbæri hafi komið upp í tengingu við ofurtunglið nema sú mikla sjávarhæð sem við verðum vör við tvisvar í mánuði, hver var sjávarhæðin þegar hamfarirnar byrjuðu í Japan eða bara út um allan heim er hamfarir hafa byrjar og ætla þeir að bera það á borð fyrir okkur að þó hamfarirnar í Japan hafi byrjað 8 dögum fyrir ofurtunglið að það geti ekki hafa haft áhrif, hefur ofurtunglið engan aðdraganda, allt sem gerist hefur aðdraganda, við bara skiljum hann ekki svo gjarnan, sem er ekki von við erum ekki sérfræðingar, en við erum ekki vitleysingar og allavega ég hlusta vel á líkama minn, líkaminn segir manni nefnilega margt, bara að hlusta.

Var að tala um orku við erum ekkert nema orka og ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskíra hana eitt veit ég bara að hún getur verið jákvæð, neikvæð og illskeytt, við verðum að reyna að bægja í burtu öllu neikvæðu og illskeyttu því sú orka gerir okkur vansæl.

Orkan sem er búin að vera að gerjast lengi og kemur yfir okkur af fullum krafti á morgun 19/3 verður vonandi til góðs fyrir alla, hlusti, njótið, verið rómantísk, gerið allt fyrir ástina og kærleikann.

Orku og gleði til ykkar allra.

MillaInLove


mbl.is Samsæriskenningar um tunglstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott mynd af Mána gamla.  Takk fyrir þessa hugleiðingu og víst getur verið að tunglið eigi sinn þátt í þessum hræðilegu atburðum í Japan.  Ekki trúi ég öllu því sem sérfræðingar segja, því þeir trúa ekki á neitt nema súlurit og mæla, sem segja jú ekki alltaf satt.  Og alls ekki alla söguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt hjá þér þeir segja ekki alla söguna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 12:30

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hver á að hafa sína skoðun ... þínar eru alltaf réttar fyrir þig og mínar fyrir mig ..

Svo ertu skemmtileg - það er mín skoðun!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.3.2011 kl. 16:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Jóhanna mín og ég sendi þér ósk um góða helgi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 20:07

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fínn pitill, ég hef alltaf svo gaman af svona huleiðingum og ltilveruna og það sem í henni er.

Svo ertu alltaf svo skemmtilega rómantísk. Þú getur bara ekkert að því gert og það er af hinu góða.

Njóttu helgarinnar nú virkilega vel!  

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.3.2011 kl. 23:16

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"um tilveruna" átti þetta að vera, auðvitað.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.3.2011 kl. 23:18

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Beggó mín, elska að spekúlera í hlutum svo ég tali nú ekki um að etja við einhvern góðan um eitthvað, þarf ekki að vera merkilegt, þær eru góðar í þessu barnabörnin mín elstu.

Þær voru að kaupa sér föt um daginn og hringdu í mig og sögðust hafa verið að kaupa sér overall, já svona samfesting sagði ég þetta kostaði sko langt símtal, þær voru ekki á því að overall væri samfestingur, ég elska svona símtöl
ég segi alltaf að þær viti nú að amma hafi 99,99% rétt fyrir sér, svo hlæjum við að öllu saman.

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2011 kl. 12:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætlaði að segja að rómantíkin er í öllu hjá mér, þarf ekki endilega að tákna ást til manns, það er svo gaman að skapa og vinna í rómantíkinni, ef maður gerir það þá leikur allt í höndunum á manni

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2011 kl. 12:25

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nema hvað!

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband