Ansans tortryggni er þetta endalaust.

stækka Úr auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í dag. stækka

Úr auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa vitað að til stæði að hann birtist í auglýsingu samtakanna Áfram, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hreyfingin berst sem kunnugt er fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og ég segi ansans tortryggni er þetta endalaust, það er nákvæmlega allt sem gerist sem er tekið og sett í tætarann og svo koma skoðanir þaðan sem er ekki búið að setja saman aftur, svei mér þá ef þjóðin er ekki orðin föst í útásetningum.

Veit ég vel að margt er tortryggilegt, en algjör óþarfi að grípa svona fréttir beint úr prentvélinni og stimpla þær neikvætt, það er að segja hjá þeim sem ætla að segja nei, eg tilheyri þeim hóp sem ætla að segja nei, en það er ekki þar með sagt að ég fordæmi þá sem ætla að segja já, jáið er þeirra skoðun eins og neiið er mín skoðun.

Tryggvi segist ekki hafa vitað af þessu eða samþykkt það og mér dettur ekki í hug að rengja hann, getið þið skoðað inn í hugarheima annars fólks?

Bara rétt að segja ykkur að nýverið gerðist það í minni fjölskyldu að  samtal var birt í ónefndu útvarpi sem viðmælendur vissu ekki af hvað þá að það væri samþykkt, svo þetta getur gerst.

Svo mikil ósanngirni er búin að fara fram í þessu landi að hálfa væri miklu meira enn nóg og er ég yfirmáta hneyksluð á hverjum degi yfir þeim fréttum sem á okkur hlaðast, en erum við eitthvað bættari með því að urlast út í allt og alla vegna þess.

Vinnum málin í friði og spekt, það þarf nefnilega að passa upp ásálartetrið í börnunum, svo ég tali nú ekki um pumpuna og geðheilsuna.


 

 


mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér. Við ráðumst á allt og alla án þess að hafa annað en eitthvað úr blöðunum til að byggja á. Ég er ekki undanskilin sök þarna, á tíðum.

Samt hef ég margreynt eftir að haft hefur verið samband við mig, af blöðunum í tengslumi við ýmis mál í gegn um tíðina, að öllu er snúið við. Ég hef alltaf reynt að segja sem minnst, en langoftast  hefur það verið rangtúlkað eða bara skáldaður upp einhver "sannleikur" og jafnvel vitnað í mig sem heimildamann. 

Það var full þörf að vekja máls á þessu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.3.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já mér finnst vera orðið of mikið af staðfestunni í málum sem við vitum ekkert um, hér áður í blogginu varð ég mér oft til skammar (að mínu eigin áliti) með því að blása út mál sem voru svo ekki sönn, það er einnig satt að blaðamenn snúa öllu við ef það fer betur í eyru/augu fólks.

Beggó mín þó að maður sé að vekja máls á hinu og þessu þá fær maður engin viðbrögð nema að það sé eitthvað krassandi, því miður

Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2011 kl. 20:30

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já svo sannarlega, helst að pikka eittvað út úr Mbl.is og rífa stólpakjaft. Þá tryllist allt og voða gaman.

En langi mann til að vekja máls á einhverju frá eigin brjósti, eða bara segja frá einhverju, skemmtilegu, eða leiðinlegu, eru nánast engin viðbrögð.

Ég hef líka tekið eftir því að þegar ég gríp frétt á Mbl.is og blogga um hana ásamt tveim eða þrem körlum, fá karlarnir yfirleitt þre- til fjórfalda lesningu. Það virðist bara vera bláköld staðreynd að karlar lesa karla, og helst ekki konur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.3.2011 kl. 20:43

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Stórt knús í þitt hús!

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.3.2011 kl. 20:44

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bara eitt enn, mér finnst jólaniðurtalningin þín dásamleg!

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.3.2011 kl. 20:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

veistu að ég gleymdi að taka hana út, svo er ég uppgötvaði það þá ákvað ég að láta hana standa það eru hvort sem er komin jól áður en maður veit af.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2011 kl. 15:45

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Algert æði

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.3.2011 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.