Mannsheilinn, fullkomnasta vél sem til er

Að hafa vald yfir, að beita ofbeldi, getur verið í svo mörgum myndum og að upplifa það og eiginlega halda að þetta eigi bara að vera svona hlýtur að vera afar algengt.

Hef verið að muna, tengja og skilja svo margt undanfarið sem er hægt að kalla ofbeldi, vald eða drottnun.

Til dæmis er ég var 3ja þá fæddist elsti bróðir minn og ég litla stelpan varð allt í einu no. 2 það að mínu mati gekk ekki upp svo ég át bara upp úr heilum konfektkassa sem mamma átti að fá á sængina frá pabba, ég fékk eina skellinn á bossann sem ég fékk um ævina, en einhvernvegin fannst mér ég eilýflega þurfa að koma mér í mjúkin hjá mömmu og hjálpa henni eins og ég gat (ég var 3ja). nokkrum árum síðar fæddist Nonni bróðir, en ég man hvað ég var glöð er Ingó bróðir fæddist var loksins orðin nógu gömul til að labba úti með vagninn (náði varla upp og hafði ekkert vald á stóra Silver cross vagninum), en var alltaf að reyna að gera mömmu til hæfis, skyldi hún hafa haft svona mikið vald yfir mér, að sjálfsögðu.

Þegar Guðni bróðir fæddist var ég 16 ára farin að vinna á sumrin, en ég var heima er hann fæddist og gaf honum að drekka sykurvatn úr skeið stuttu eftir að hann fæddist, ennþá var ég með samviskubit yfir einhverju sem ég veit ekkert um. Ég var að vinna 12 tíma vaktir og stundum lengri kom ævilega heim skjálfandi á beinunum, hvernig skyldi andrúmsloftið á heimilinu vera þann daginn.

Er ég hugsa tilbaka þá þótti það ekkert tiltökumál að vera með kynferðislega hegðun við mig og þó ég hafi aldrei svo ég muni orðið fyrir því að vera beitt ofbeldi þá voru þessir tilburðir tilraun til að ganga lengra. Ég var hrædd, fann ekki fyrir öryggi, hver átti svo sem að vernda mig ef eitthvað gerðist.

Þegar ég hlustaði á Guðrúnu Ebbu í gærkveldi komu minningarnar á færibandi upp í hugann og ég gat ekki hætt að hugsa um þær svaf illa í nótt og er alltaf að fá grátinn upp í hálsakotið mitt.

Guðrún Ebba hefur, er ég viss um liðið miklar kvalir í mörg ár þvílíkur karakter sem hún er þessi kona
ég vona að hún vinni sig eins mikið og hægt er út úr sínum málum, en eins og við vitum þá þarf að fara mörg hundruð metra eftir heilarásunum til að laða allt fram sem þar er falið og geymt.


Mun örugglega koma með framhald á mínum málum, svona eftir því hvað heilabúið mitt gefur mér minni um.

Kærleik til allra þeirra sem lent hafa í ofbeldi
af einhverjum toga, þau eru misjafnlega slæm,
en það sem hver og einn upplifir eru þeirra
kvalir sem engin getur dæmt.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur þurft kjark til að skrifa þessa færslu elskuleg mín.  Takk fyrir hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki gott að eiga svona minningar, ég sé alltaf betur og betur hvað ég hef haft það gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2011 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín kjarkurinn kemur með minningunum og er maður hlustar á konu eins og Guðrúnu Ebbu

Knús til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2011 kl. 20:15

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín þú áttir yndislega foreldra, það átti ég líka mamma var afar erfið, en pabbi var besti vinurinn sem ég hef nokkurn tímann eignast hann varði mig fyrir svo mörgu, samt get ég þakkað mömmu fyrir það sem ég kann í lífinu bæði hvað handavinnu snertir og matargerð.

Þú fékkst þitt er þú misstir manninn þinn ljúfust mín veit að sá missir var þér sár, en þú fékkst Bjarna þinn og ert hamingjusöm í dag.

Knús til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2011 kl. 20:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Milla mín.  Kjarkurinn kemur einmitt vegna þeirra sem þora.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 21:39

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Milla mín, þetta er allt hárrétt hjá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2011 kl. 11:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar beggja Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.