Fræga fólkið

Það er svo yndislegt að sjá öll þessi þekktu andlit, sem kölluð eru fræga fólkið skemmta sér og svo ég tali nú ekki um að sleppa sér, það er eins og svokallað frægt fólk sleppi/skemmti sér aldrei, auðvitað gera þau það og hafa gaman með sínum rétt eins og við þessi ófrægu.

Að mínu mati eru þau sem ég þekkti á þessum myndum ekkert frægari en aðrir, flestir bara æðislega skemmtilegir heimilisvinir í gegnum áhorf á sjónvarp.

Æi, þessi frétta mennska er ekki að mínu skapi, engin er frægur á Íslandi bara mismikið þekktir, tel einnig að þetta fólk vilji ekki vera kölluð fræg, einnig vilja þau fá að vera í friði við sína skemmtun bara rétt eins og við hin.

Mun kannski koma frétt á morgun, venjulegt fólk sleppti sér í Skemmtigarðinum á öðrum degi opnunar og upplifði sjaldgæfa skemmtun.

Eini munurinn á svokölluðu fræga fólki og þessu venjulega er kaupgetan, venjulega fólkið hefur ekki efni á að fara með börnin sín í skemmtigarðinn, því miður.


mbl.is Slepptu sér í Skemmtigarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með ofnæmi fyrir frægu fólki. sérstaklega í skemmtigörðum

DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mætir þú einhvern tímann frægu fólki á landi hér, ekki ég.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2011 kl. 18:32

3 identicon

Ég held nú að þessu fræga fólki hafi verið boðið þangað einmitt af því að fjölmiðlar vildu taka myndir af því og þeir tóku því tilboði vitandi að þeir yrðu í blöðunum.  Þannig fær Skemmtigarðurinn góða kynningu, fræga fólkið fær ókeypis skemmtun fyrir börnin, fjölmiðlarnir fá ódýrt efni og við litla fólkið fáum að fylgjast með og mætum spennt á morgun í Skemmtigarðinn til þess að líkjast fræga fólkinu aðeins meira, en þurfum samt að borga fyrir okkar skemmtun og enginn vill taka mynd af okkur.

C'est la vie... eða eitthvað svoleiðis...

AFD (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 21:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:32

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Milla mín. Á Íslandi er hugtökunum frægur og ríkur einatt ruglað saman, eins hutökunum ríkur og voldugur. Oft fer þetta saman, en þó ekkert endilega.

Ég er alveg sammála þér um frægðina. Ég fletti þessum myndum, en kannast ekki nema við örfáa, og þeir eru allir ósköp venjulegir skemmtikraftar.

Einu Íslendigurinn sem hefur orðið virkilega, ég meina virkilega frægur, er Björk. Hinir hafa flestir orðið frægir að endemum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.11.2011 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband