Sundhöllin

Ég á margar góðar minningar frá stundunum sem maður lék sér í Sundhöllinni hér á árum áður og á hún allan rétt á sér, meira að segja mætti byggja útilaug við hana með rennibrautum, heitum pottum, sjoppu og ýmsum öðrum lúxus.

En heilsutengdan ferðamannastað, er ekki allt í lagi með fólk, svei mér þá ef það væri 1 apríl þá mundi ég álíta þetta aprílgabbið.

Slík ferðamanna-þjónusta þyrfti miklu meira pláss, vegna þess að það er ekki nóg að byggja bara eina útisundlaug, það þarf pláss fyrir nudd, sauna, heilsubar, lúxus afslöppunarstað, bílastæði og ég gæti lengi talið upp, svo ég tali nú ekki um kosnaðinn sem er af of litlum stað.

Ég skil ekki af hverju það má ekki nota Perluna í þessum tilgangi.


mbl.is Útisundlaug við Sundhöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við íslendingar þurfum alltaf að ofgera öllu, í því erum við eins og kaninn.  Hugsa langt út fyrir alla ramma.  Þetta er þjóðaríþrótt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2011 kl. 14:59

3 identicon

Ásthildur mín stundum er nauðsynlegt að hugsa stórt, en það er ekki hægt á þessum stað, (að mínu mati)

Til að græða peninga þurfum við að byggja af skynsemi og að mínu mati stórt, erfitt er að reka of lítil fyrirtæki allavega í þessum geira.

Hef aldrei skilið hugsanahátt borgarstjórnar, það er eins og þeir haldi að við séum rétt að skríða út úr moldarkofunum og taki öllu með þögninni

Guðrún Emilía Guðnadóttir (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband