langar til að bæta í flóruna

Datt niður á gott blogg í gær er ég var að fletta upp upplýsingum um Chlorella sem er grænþörungur. Bloggsíðan sem kom upp á Anna Björg Hjartardóttir og vona ég að hún fyrirgefi mér að ég taki nokkrar línur hjá henni og birti þær hér.

Að hreinsa líkamann af eiturefnum er ekki svo létt, en þekktar árangursríkar aðferðir eru til og að auki vel rannsakaðar. Chlorella sem er grænn þörungur og Spirulina blágrænn micro þörungur eru öflugust í þeim tilgangi vegna yfirburða magns af blaðgrænu auk annarra bráðhollrar samsetningar af vítamínum og steinefnum. Japanir eru vel að sér um þessi mál því þeir eru mjög á varðbergi gagnvart eiturefnum og geislunum. Þegar kjarnorkuslysið var í Fukoshima í fyrra þá kláraðist í Japan öll Chlorella og Spirulina, því fólk keypti þessi fæðuefni til að hreinsa líkamann eins og hægt væri af geislunum.

Takk fyrir mig Anna Björg.

þetta er alveg hárrétt og Japanskar þaratöflur seldust líka upp, en ég hef sérlega gaman að segja frá því að íslenskar þaratöflur voru notaðar í stórum stíl, bróðir minn sem býr í Japan flutti þær út og fór til hamfarasvæðanna í kringum Fukoshima og gaf fólkinu þar töflurnar ásamt mat og öðrum nauðsinjavörum, fólkið sem varð verst úti og er en illa statt komst ekki í búð til að kaupa sér Chlorella og eða Spirulina heldur ekki neitt af neinu tagi.

Á þeim svæðum sem ekki urðu mjög illa úti átti fólkið aðgang að sinni vinnu og bönkum svo það gat farið og keypt sér það sem það þurfti, en á hamfara svæðunum var ekki neitt hvorki matur, hús, bílar, bátar hvað þá hreinlætisaðstaða fólkið var sturlað af hræðslu búið að missa allt.

Einnig gaman að segja frá því að um jólin fór bróðir minn  kona hans og fólkið þeirra og héldu veislu fyrir um 1000 manns, eldaður var matur, fólk fékk pakka skemmtikraftar tróðu upp og margt annað var í boði eins og heilun og nudd.

Ætla nú ekki að missa mig í þessu, en verð að segja frá því að Japanar eru þrautseigt fólk og þeir munu vinna sig út úr þessum erfiðleikum þó sárir hafi þeir verið.
Frið á jörðInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.