Ferming, léttir og myndir
9.4.2012 | 08:07
1 apríl fermdist hún Bára Dís mín hún er dóttir Írisar og systir Hróbjarts míns. Ekki fór ég í kirkjuna vegna mála sem ég nefni ekki hér, kannski létti ég á mér og segi þá sögu, en ekki núna.
Komst að því að það er svo auðvelt að hitta fólk hvort sem mér líkar við það eða ekki ég hef það bara í huga að það er ég sem ræð hverjum ég sýni hlýju og hverjum ég sýni kurteisi svona eins og ég þekki fólkið ekki neitt og mundi aldrei heilsa því fyrir utan svona atburði eins og fermingar, giftingar, skýrnir og annað þvíumlíkt.
Hitti fullt af góðum vinum sem ég hafði ekki séð lengi og það var æðislegt, maturinn var góður og allt viðmót alveg eftir bókinni rétt eins og vera ber á degi barnsins.
Kom mér samt á óvart er heim kom hvað fólkið sem ég þekki ekki neitt í dag snerti mig ekki ég mundi bara eftir þeim sem mér þykir vænt um.
Jæja hér koma nokkrar myndir og þau sem birtast þar elska ég afar mikið
Bára Dís mín svo falleg þessi elska
Sigrún Lea, Hróbjartur og Guðrún Emilía
Þau eru fæddir vinir
Fallegu stelpurnar mínar Bára Dís og Viktoría Ósk
Sigrún Lea að vera góð við frænku sína, eða hvað?
Fallegustu Kamilla Sól og Lóan, Þær eru æði
Bára Dís og Guðrún Emilía, smá grettukeppni í gangi
Sjáiði prakkarasvipinn, svo er hún algjör bræðari Lóan litla
Aþena Marey, Bára Dís, Guðrún Emilía og Viktoría ósk
ætíð stutt í glensið hjá þeim
Hróbjartur og Aþena Marey að spila saman, yndislegt
þessi mynd er yndisleg, en það vantar fjögur af mínum barnabörnum
vonandi náum við mynd af þeim saman næst er við hittumst öll.
Svona minningar verða ekki frá mér teknar, elska ykkur
Hjartans barnabörnin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.