Hún sprakk alveg óvænt
12.2.2014 | 20:34
Ég hef séð í bíó sprengjur sem eru tímasettar og ég bíð rosaspennt, stundum springur hún og stundum ekki, það er þegar góði gæinn kemur og bjargar málum, en það sem ég vissi ekki var að tímasprengja væri stillt inni í mér og mundi springa er mælirinn væri fullur.
Hann er búinn að vera að fyllast í langan tíma eins og er ég fór í gangráðaeftirlit í haust þá fékk ég svona blað sem ég átti að afhenda í TR og fá ferðapening, en til þess að fá hann þurfti ég að fara til læknis og fá vottorð upp á að ég væri með gangráð, ég varð orðlaus, varla fer ég í gangráðaeftirlit ef ég er ekki með gangráð, ég ákvað að sleppa þessu því það kostar að fara til læknis og það kostar að fá svona snepil hjá honum + bensín á bílinn í þessum tilgangi, þetta er bara eitt af mörgu sem fyllt hefur mælirinn.
Hann sprakk svo í kvöld er viðtalið við ungu móðurina sem á tvo drengi með sjaldgæfa sjúkdóma og í dag þarf hún að borga 30.000 á viku fyrir drengina sína og þó svo að sé verið að ganga þannig frá þessu að endurgreiðsla komi mánaðarlega þá á ekkert fólk fyrir því að borga svona upphæðir.
Ég hef ekki getað farið í sjúkraþjálfun síðan í haust en það er allt annað með mig ég spjara mig einhvernvegin en elsku börnin geta það ekki.
Mér létti er sprengjan sprakk því það er ekki gott að burðast með þungan pakka inni í sér og þess vegna bið ég allt fólk, góða engla, álfa og allar aðrar smáverur að taka sig saman og senda ráðamönnum yl í hjarta kannski breytir það hugsun þeirra.
Ætla að sýna ykkur myndir af fallega kisustráknum okkar, hann fékk nafnið Móri við fengum hann bæði fyrir okkur og læðuna okkar hana Ume sem var svo einmanna eftir að fressinn okkar hann Janó varð að kveðja okkur.
Reynið að finna gleði í hjartanu ykkar þó lífið sé á stundum
erfitt og ósanngjarnt, það er svo gott fyrir alla að finna friðinn.
Athugasemdir
Já blaðran getur sprungið. Knús á ykkur :)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.2.2014 kl. 20:57
Satt segir þú Silla mín Knús til ykkar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2014 kl. 21:12
Þetta er svo rétt hjá þér Milla mín en mikið er nú gott að vera komin hér inn aftur. Knús á þig
Egvania (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.