Umræða eftir kosningar.

Einmitt þessi umræða vill oft endast fólki að næstu kosningum, oftast er hún á þá leið að þáverandi bæjarstjórn hafi verið alveg hræðileg, ekki gert nægilega mikið fyrir fólkið og svona mætti lengi telja, síðan vonast þeir til að hin nýja bæjarstjórn verði betri jafnvel fullyrða að svo verði.

Ég segi fyrir mitt leiti að algjörlega gef ég þeim vinnufrið og treysti að þeir geri eins vel og hægt er, það er nefnilega þannig eins og allir vita  að það er ekki allt hægt.

Ég er XD kona og hef alltaf verið en það kemur ekki málinu við er um vini og vandmenn er að ræða.
Það er nefnilega gott fólk í öllum flokkum og ekki flokkum.

Þeir sem náðu meirihluta í Reykjanesbæ að þessu sinni er hið besta fólk og ég ætla svo sannarlega að  vona að bæjarstjórnin þáverandi og núverandi nái að vinna saman sem ein heild í því að laga það sem laga þarf.

Ég hvet einnig allt fólk til að kynna sér málefnin vel áður en þau eru rædd því það er svo ömurlegt að hlusta á eitthvað raus um eitthvað sem kannski enginn fótur er fyrir.

Burtu með alla neikvæðni, verum bjartsýn allar elskur í Reykjanesbæ.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er nú gott að var á moggablogginu aftur og geta sagt þér að ég er á samam máli og þú.

Egvania (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 12:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra í þér hér, auðvitað erum við á sama máli þroskuðu konurnar <3

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2014 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband