Ég er svo sár og reið.
1.11.2014 | 12:49
Ekki í fyrsta sinn sem ég tapa mér hér alein heima, þessi mannvonska er ekki að byrja í dag það vita allir.
Hvað eru sambýlin, heimilin fyrir fatlaða, heimilin fyrir geðfatlaða og sjúkradeildir eldri borgara að ógleymdum sjúkrahúsunum mörg á öllum þessum stöðum vinnur fjöldin allur af fólki sem er ráðið til vinnu án þess að faglærður maður tali við þetta fólk ja eins og sálfræðingur ég tel að það sé nauðsynlegt til að meta fólk eins vel og hægt er, sumir eru náttúrlega snillingar í að fela sitt rétta eðli.
Ég hef sjálf orðið fyrir andlegu ofbeldi á sjúkrahúsi kærði viðkomandi hún var látin byðja mig afsökunar og vinnur svo bara eftir sem áður á þessu sjúkrahúsi eins og ekkert hafi gerst.
Ég á fatlaða ættingja og vini og tala við þau eins og allt annað fólk annað væri dónaskapur á háu stigi.
Fólk með ADHD og aðrar skerðingar er oftast úti í þjóðfélaginu skólum eða vinnu og ber okkur að hjálpa þessu fólki með því að tala við það af virðingu.
Gæti haldið áfram í allan dag en læt þetta duga
og vona að fólk lesi þessa úttekt.
Í lagi að gera grín að fötluðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Milla mín fyrir mörgum árum var ég fyrir slúðurkjafti á lyfjadeild sjúkrahússins á Akureyri hún fékkst ekki til þess að byðja mig afsökunar. Þetta var hámenntaður hjúkrunarfræðingur sem heitir Anna Ólafsdóttir og enn í dag hef ég megnasta viðbjóð á henni þar sem hún kom inn á það sem mér er heilagt og bar á milli með slúðri.
Egvania (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 12:56
Þú mátt alveg þurrka þessa konu út við viljum ekki neitt ofbeldi við okkur <3
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2014 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.