Bréf til minna kæru barna.

 Ég bið ykkur skilja mig eins og ég verð,
 þegar ég eldist og
 haga mér öðruvísi en ég var vanur.

 Ég bið ykkur að gæta mín
 eins og ég hef kennt ykkur
 þótt ég missi matarbita á fötin mín og
 gleymi að reima skóna mína.

 Ég bið ykkur að kinka kolli og
 leyfa mér að ljúka við söguna,
 þótt ég segi hana aftur og aftur.

 Munið að þið báðuð mig
 að lesa sömu myndabókina oft.
 Þótt endalok hennar hafi alltaf verið endurtekin,
 fylltu þau hjarta mitt friði.

 Það er ekki sorglegt þótt ég eldist.
 En þá bið ég ykkur að líta uppörfandi til mín.

 Ef ég verð of hugfanginn og nærföt mín verða ósjálfrátt rök
 eða ég vil ekki fara í bað,
 bið ég ykkur að muna eftir góðu gömlu dögunum
 þegar mér tókst að lokum að baða ykkur
 eftir að hafa elt ykkur marga hringi.

 Tennurnar mínar verða lasnar og
 ég get ekki kyngt
 fætur mínir verða máttlitlir og,
 ég get ekki staðið einn.

 Viljið þið rétta mér hendur og
 styðja mig, þegar ég hrasa.
 Eins og þið lituð til mín og
 báðuð mig að hjálpa ykkur á fætur.

 Ég bið ykkur um að vera ekki sorgbitinn
 að sjá mig eins og ég er,
 og hugsa ekki að þið séuð hjálparvana.

 Ég finn að það er þungt fyrir ykkur
 að vita að ég hef ekki nægan kraft
 til að umfaðma ykkur.
 En það er dásamlegt að hjarta ykkar skilji og styðji mig.
 Það mun veita mér hughreysti.

 Þið eigið ekki að vera sorgmædd.
 ég er að búa mig undir ferðalagið.
 Ég bið um blessun ykkar.

 Eins og ég verndaði ykkur fyrstu árin,
 bið ég ykkur að vera, í nálægð um stund
 þegar ég hef gengið síðustu sporin.

 Ég mun sakna ykkar með brosi,
 fyrir þá ómældu gleði að eiga ykkur og
 hinn eilífa kærleika til ykkar
 sem mun aldrei bregðast.

 Til barna minna.
 Til minna kæru barna.

Til Japanans Tomoo Sumi kom af tilviljun
tölvupóstur frá Brasilíu, í honum var ljóð
á Portúgölsku eftir ónafngreindan höfund.
Tomoo varð yfir sig snortin af ljóðinu.
Hann þýddi það yfir á Japönsku og sýndi
það vini sínum Ryoichi Higuchi, tónlistarmanni.
Hann hreifst ekki minna en Tomoo og samdi lag
við þetta ljóð. Ljóðið er svona.
Þýtt af Miyako Þórðason.

Ljóðið tók ég upp úr Gigtarblaðinu
sem kom núna fyrir jólin.

Þetta ljóð er svo mikill sannleikur og
sá sem orti það mikill snillingur á það
hvernig lífið er.

Gleðilegt nýtt ár með
þakklæti fyrir öll þau gömlu,
megi ljós og kærleikur vera í lífi okkar
um ókomna tíð.

 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fallegt Milla mín en svona verðum víst þegar við eldumst.

egvania (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já við verðum börn aftur elskan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2015 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.