Sumardekkin.
20.4.2007 | 21:17
Já sumardekkin fóru undir bílinn í dag og viti menn fór ekki að snjóa um leið, en ég held að það verði ekkert úr þessu.Við vorum að passa Aþenu Marey í dag og er það nú heil undur og stórmerki, hún er að sjálfsögðu ofurspillt hjá okkur "eða svo segja þau foreldrar hennar" ef hún byður um að fá að borða í sjónvarpinu uppi í gestarúminu með blúndupúða allt í kring já er það þá ekki sjálfsagt nú ef hún byður um að afi perli með sér þá er það líka sjálfsagt síðan er afi bara farinn að gera þetta einn því hún er löngu hætt að nenna þessu farin að lita eða horfa á spólu, sú litla er 3ja ára og þarf ég nú varla að taka það framm, en hún var altalandi 2ja ára kann allar vísur hún veit nákvæmlega kvað hún vill, Já þar sem ég tala nú ekki alveg Húsavíkur málísku leiðréttir hún mig gjarnan og segir amma þú átt að segja svona. Svo er Viktoría Ósk hún er 9 ára alveg yndisleg hún er í fótbollta og fimleikum er afar dugleg í skólanum hún er eins og Sólskins ljósálfur. Svo eru það Sigrún Lea og Guðrún Emilía tvíburarnir mínir þær eru að verða 16 ára elstu barnabörnin mín, þær eru líka afar duglegar í skólanum og í öllu sem þær gera helst vilja þær vera með bókina í hendinni og eða í tölvunni, það er afar gaman að tala við þær svo á ég fjögur fyrir sunnan og eru öll þessi börn afburða samrýmd. Búin að romsa úr mér tilfininga flóðinu í dag góða nótt


Athugasemdir
Þú ert rík Milla mín með allar þessar elskur í kringum þig...
Ég verð að fara að skipta um dekk, þú minntir mig á það. Klingið í nöglunum er orðið óþægilega hávært. Fer að þínu dæmi í næstu viku...
Rannveig Þorvaldsdóttir, 21.4.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.