Hvar er heima?

Guðrún Hálfdánardóttir mbl.is

Hvað er heima? er spurn­ing sem fleiri tug­ir millj­óna jarðarbúa spyrja sig þessa dag­ana. Áætlað er að um 60 millj­ón­ir séu á ver­gangi.

Það þýðir að einn af hverj­um 122 íbú­um heims­ins hef­ur neyðst til þess að yf­ir­gefa heim­ili sitt. Um ein millj­ón flótta­manna hef­ur komið til Evr­ópu í ár en und­an­far­in ár hef­ur tala flótta­fólks í Evr­ópu hækkað hratt. Á hverju ári hafa millj­ón­ir þurft að flýja heim­ili sín vegna stríðsátaka eða annarra hörm­unga í heim­in­um en í Evr­ópu hef­ur staða flótta­fólks ekki verið jafn áþreif­an­leg síðan á tím­um seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar eða í sjö­tíu ár. Allt síðasta ár fjölgaði þeim sem lögðu líf sitt í hættu við að kom­ast til Evr­ópu yfir Miðjarðar­hafið en 3.700 flótta­menn höfnuðu í votri gröf á flótta sín­um til álf­unn­ar


Í ÁRARAÐIR HEF ÉG VONAÐ OG TRÚAÐ AÐ HEIMURINN MUNDI BATNA OG ÞJÓÐIR HEIMS MUNDU TAKA Á ÞEIRRI MANNVONSKU SEM RÍKIR, ÞAÐ ER NEFNILEGA HÆGT AÐ STOPPA VIÐBJÓÐINN.
Ef allar þjóðir mundu skilja að trúarbrögð eiga ekki að hafa neitt að segja í samskiptum fólks og þjóða.
Allir hafa rétt á að hafa sína trú.
Við verðum að bera virðingu fyrir hvert öðru.
Tökum fólki eins og það er án titliti til þjóðar, litar
og trúar.

 

Það eru ekki bara flóttamenn sem spurja
Hvar er heima, það er fátækt fólk í öllum löndum og þetta verður að breytast.

Á Íslandi erum við svo fá að þess gætist meira ef einhver er fátækur þá á ég ekki bara við lífeyrisþega það er fjöldinn allur af fólki sem á um sárt að binda og það get ég sagt ykkur að ég met þetta fólk miklu meira en þá sem hafa mikið á milli handanna.


mbl.is „Hvað er heima?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mannúð að láta þá ganga fyrir sem eru í mestri hættu og mannvonska að gera það ekki. Þeir sem eru kristnir menn, Yezedi og önnur slík heiðin trúarbrögð eru réttdræpir í augum hryðjuverkasamtaka eins og Islamic State (Isis/Daesh) og Boko Haram.

Það er því eðlilegt að velja þá fram yfir múslima sem ekki eru í samskonar lífshættu og jafn óeðlilegt að gera það ekki og það væri að senda gyðing til baka í gasklefann til að geta tekið inn í Þjóðverja ef þetta væri önnur heimsstyrjöldin. Það er af nákvæmlega þeim ástæðum og engu "hatri" sem fjölþjóðlegasta ríkisstjórn heim, sú eina á Vesturlöndum sem hefur ekki hvítan forsætisráðherra (hann er hálf-asískur) og ríkisstjórn með hátthlutfall annarrar trúarhópa en kristinna, þar á meðal múslimskan ráðherra og marga af öðrum trúarbrögðum, ætlar bara að taka inn kristið fólk og fjölskyldufólk og enga einhleypa múslimska unga menn. Ungir einhleyðir múslimskir menn eru nákvæmlega þeir sem geta best bjargað sér í heimalöndum sínum. Kristnir og Yezedí þykja réttdræpir á sama hátt og gyðingar og sígunar voru í Þýskalandi og hafa engin tækifæri til að halda lífi. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.12.2015 kl. 09:20

2 identicon

Ríkissstjórnin sem ég talaði um hérna er sú Kanadíska. Þetta er forsætisráðherran. Hann á móður sem er ekki hvít, en hingað til hafa bara hvítir menn verið forsætisráðherrar á Vesturlöndum: https://www.youtube.com/watch?v=4muGwXuYsbY Hann er mjög strangur á að fá bara kristna menn og önnur trúarleg minnihlutabrot upp að því marki sem er hægt. Móðir hans er ekki kristin heldur. Þetta er ríkisstjórn hans: https://www.youtube.com/watch?v=Ydz7g7KyTCM Hún inniheldur alla liti og mörg trúarbrögð og meira að segja fatlaða. Það er ekkert hatur í því að velja kristinn fram yfir múslima ef kristinn maður er í þúsundfallt meiri hættu að vera myrtur af viðbjóðum og þannig er staðan. Þetta fólk veit það og múslimski ráðherran í þessari ríkisstjórn er sammála. Mannúð án skynsemi/hugsunar er ekki til. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.12.2015 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.