Hetjurnar okkar

Það má sko alveg tala um hetjurnar okkar og eru þær margar
Flugmenn á sjúkrafluttningavélum, Björgunarsveitirnar, lögreglan, læknar og hjúkrunarfólk og ekki má gleyma hinum almenna borgara sem veita oft fyrstu hjálp


 Nokkuð al­var­legt vinnu­slys átti sér stað á Blönduósi í dag þegar ung­ur maður festi fót­inn á sér í svo­kölluðum ull­ar­tæt­ara sem ríf­ur niður ull í verk­smiðju Ístex. Sam­starfs­mönn­um manns­ins tókst að losa hann en fót­ur­inn var illa út­leik­inn eft­ir slysið. „Það var óskað var eft­ir þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til þess að flytja mann­inn en þeir gáfu það frá sér og gátu ekki sinnt því ein­hverra hluta vegna. Þá vildi svo heppi­lega til að sjúkra­flug­vél frá Mý­flugi var akkúrat að klára sjúkra­flug frá Ak­ur­eyri til Reykja­vík­ur og þeir gátu komið beint til okk­ar,“ seg­ir Hösk­uld­ur Erl­ings­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Blönduósi. „Þess­ir menn eru al­gjör­ar hetj­ur,“ seg­ir Hösk­uld­ur um Mý­flugs­menn og kann þeim góðar þakk­ir en veður­skil­yrði voru alls ekki góð á Blönduósi í dag. Hann seg­ir að bæði Holta­vörðuheiði og Öxna­dals­heiði hafi verið ófær­ar í dag og því eng­in önn­ur úrræði sem stóðu til boða en flug­leiðin. Hösk­uld­ur seg­ir að á svona dög­um sýni það sig ber­sýni­lega hversu mikið hags­muna­mál það sé fyr­ir lands­byggðarfólk bæði að hafa flug­völl og að fært sé til Reykja­vík­ur en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mý­flugi var not­ast við neyðarbraut­ina svo­kölluðu bæði í sjúkra­flugi frá Ak­ur­eyri og frá Blönduósi en ill­fært var um aðrar braut­ir Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Vonum að allt fari á besta veg fyrir slasaða manninum.

Förum varlega kæru vinir
Gleðilegt ár


mbl.is „Þessir menn eru algjörar hetjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.