Hópelti á vinnustað

Einelti hefur löngum verið til hér áður og fyrr þorði fólk ekki að segja orð af hræðslu við að missa vinnuna, nú það komu svo góðir tímar á vinnumarkaði enn eineltið hætti ekki.

Við síðasta hrun misstu margir vinnuna sína, sjálfsmatið fór á núll, hjón höndluðu ekki stöðuna og skildu, hægt að telja lengi upp.

Aðeins að koma inn á að í þeim landshluta sem ég bý vantar stórlega fólk í flestar stöður í öllum fyrirtækjum, sem betur fer er mörg fyrirtæki og starfsmenn þeirra til fyrirmyndar en sumir undiryfirmenn eru bara ekki starfi sínu vaxnir leggja fólk í einelti og niðurlægja það út í eitt.

Þeir sem eru yfir mannauðnum ættu  að huga að því að núna þegar vinnan kemur á færibandi til fólks þá ættu þeir að  vera vakandi yfir því sem er að gerast á vinnustaðnum þeirra annars missa þeir allt fólk frá sér

Hef aldrei skilið þá sem upphefja sig á kosnað annarra.




mbl.is Hópelti á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla mín ég er alltaf að átta mig betur og betur á því að vinnufélagarnir mínir voru ekki þess virði að ég dræpi mig fyrir þau.

egvania (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er sko hárétt hjá þér elskan <3

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2016 kl. 20:32

3 identicon

Nokkuð einfalt. Maður er ekki að ræða við vinnufélagana. Maður bara brosir og góðan dag og bla bla. Fer svo heim og er ekki með þetta fólk á feisinu. Er ekki að umgangast þá utan vinnu og alls ekki sofa hjá þeim! Bara lætur það vera að minga eh við fólk á vinnustað. Erum kurteis, brosum og förum heim eftir vinnu og látum það vera að vera að tjá okkur eh í vinnuni um eh sem er ekki vinnutengt. Nema veðrið. Islendingar elska að röfla um það ,o)

ólafur (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 22:33

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ólafur þú sem sagt vilt eigi hafa gott umgengi við fólk, en það er allt í lagi er alveg þín ákvöðrun
Gleði í daginn þinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2016 kl. 09:36

5 identicon

Að þú teljir eðlilegt að vinnufélagar sofi hver hjá öðrum sýnir hversu sjúkt þitt hugargeð er Guðrún. Mikið held ég að það sé þrúgandi að vinna á þínum vinnustað. En þú ert kannski ekki í vinnu ...

Jón Garðar (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 11:56

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ólafur er það að hafa gott umgengi við fólk að sofa hjá því? að mínu mati ekki.

Ég er eldriborgari afar hamingjusöm kona með yndislegt vinarnet, fjölskyldunet og hef yfrið nóg að gera alla daga.

Þú skaqlt athuga það Jón Garðar að einelti drepur.

Njóttu lífsins eins og þér best þykir en láttu þá sem eru að berjast í þessum málum í friði

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2016 kl. 12:58

7 identicon

Sæl Milla mín!

Ég hef áður skrifað hjá þér að vinnufélagarnir mínir væru ekki þess virði að ég dræpi mig fyrir þau.

Ég ætla að skrifa hér um dóttir mína sem upplifði helvíti á jörðu alla sína barnæsku og fram á fullorðinsárin. Hún tveggja barna móðir varð að fara frá Ólafsfirðir þar sem hún var lögð í stanslaust einelti af konum sem bjuggu í sömu blokk og hún. Hún varða að flytja úr blokkinni og inn á heimilið hjá okkur svo hart var gengið að henni.

Dóttur dóttir mín búsett í Reykjavík flutti til okkar í Ólafsfjörð og byrjaði hér í Menntaskólanum á Tröllaskaganum, þar var Adam ekki lengi í Paradís ekki var mikið búið af haustönninni þegar eineltið gegn henni byrjaði og mátti hún þola hreint helvíti áður en það var stoppað. Allt leit vel út og hún búin að jafna sig á þessu þá tók bara önnur við fullorðin kona frá Siglufirði sem sagt önnur kona frá Siglufirði sem var líka í sama bekk. Ömmu stelpan mín þraukaði til vors fékk inni í skólanum um haustið en gafst upp gat ekki hugsað sér að byrja aftur í skólanum mér hugnast að skrifa hér hvað þessar skólasystur hennar heita en læt það vera læt það vera nema ef einhver vill vita nöfnin á þeim þá er það ekkert mál

egvania (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 18:26

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elsku  Egvanía mín ég veit og mér finnst það hastarlegt að ekki sé tekið á svona málum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2016 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband