Hugsanir mínar og skoðanir.

HÆ ÖLL. Ég hef í mörg ár hugsað um hvernig fólk tekur því að verða heldri borgari, sem sagt 67 ára, mörgum finnst það ömurlegt, öðrum finnst ömurlegt að þurfa að hætta að vinna leggjast bara í kör og vorkenna sjálfum sér, veit eigi hvað margt er í boði fyrir okkur ef við viljum. Veit vel að margt af þessu sem er í boði kostar en það kostar ekkert að spjalla sama, segja brandara hlæja og hafa gaman saman.

Mörg okkar lifa fyrir börnin og barnabörnin, sækja, skutla,passa og  margt annað og skemmta sér svo þar fyrir utan.

Margir eru í félagsstarfinu sem gefur okkur mikið,  ég fékk mér t.d.  leiguíbúð í blokk fyrir 55 ára og eldri ( ég er sko eldri) er búin að búa hér í rúm 2 ár og er eiginlega fyrst núna að sætta mig við þessar breytingar.
Hér háttar svo til  að blokkin er áföst sameign sem er matsalur, sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofa, snyrtistofa og æðislega flott fönduraðstaða.
Nú ég fer stundum upp í sal og fæ mér salad-bar og tek þátt í samræðum við fólk eitt finnst mér frekar ömurlegt að sumir eru ætíð að tala um að þessi og hinn sé á lausu og ég sem er til dæmis ekki með mann er verið að segja svona við mig og þá einhvern karl, (hallærislegt)( mín skoðun.)
Ég á fullt af vinum hér bæði konum og körlum en er ekkert skotinn í neinum manni eins og er verið að spyrja mig að.
Ef ég ætlaði mér að ná í mann mundi ég ekki bera það á borð fyrir mann og mús.

Skotinn í er ekki allt í lagi með húmorinn í fólki, það má alveg gantast með allt annað en svona persónulega hluti.

Tek það framm að ég er jafn kát við alla konur og
karla.


Annað sem er slæmt það er þegar börnin eru að skipta sér af foreldrum sínum sem er jafnvel skotið í einhverjum og langar til að vera vinir vita þessir krakkar ekki hvað það getur verið einmannalegt að vera einn, nei þau hugsa það ekki því þau hugsa bara um eigin hag, veit um svona dæmi.

Mér finnst allavega afar gaman að lifa því lífið er dásamlegt og elskurnar mínar ef ég mundi ná mér í vin yrðu börnin mín afar glöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.