Halla Tómasdóttir

hjon-sitja-stofa-1.jpg


Halla Tómasdóttir fæddist í Reykjavík þann 11. október 1968. Hún er uppalin í Kópavogi, nánar tiltekið á Kársnesinu þar sem hún býr nú með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, viðskiptafræðingi og fyrrum knattspyrnumanni frá Grindavík, en hann rekur nú Nóatúns-verslunina í Austurveri. Halla er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla stundaði nám og starfaði í Bandaríkjunum en hún talar dönsku, spænsku og þýsku auk ensku. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, setti þar á fót stjórnendaskóla og símenntunardeild, auk þess að kenna við skólann. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var síðar annar stofnenda Auðar Capital. Halla var einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem hrinti í framkvæmd Þjóðfundinum árið 2009 þar sem grunngildi samfélagsins voru rædd. Halla vill virkja konur til áhrifa á öllum sviðum samfélagsins og vill sjá fleiri frumkvöðla að störfum, ekki síst þá sem hafa það að leiðarljósi að leysa samfélagsleg mein og skapa þannig verðmæti bæði fyrir sig og sitt samfélag.


HALLA TÓMASDÓTTIR

Á Íslandi skipta allir máli
Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og náttúruna í forgang. Samfélagi sem byggir á góðri menntun, heiðarleika og réttlæti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðarheimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað. Sem forseti Íslands myndi ég starfa eftir þessum gildum. -
Förum þangað

þessi orð skrifar Halla og orð hennar koma frá hjartanu
það vita allir sem hana þekkja.

facebooksíðan hennar er Halla Tómasdóttir


Kjósum Höllu Tómasdóttur
Hún hefur allt sem til þarf til að verða góður og mannlegur forseti.

Njótið helgarinnar kæru vinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband