Upprifjun.
28.5.2007 | 15:11
Á laugardaginn fór ég í jarðaför. Það var verið að jarða vin sem fór of ungur hann dó úr heilablæðingu bara si sona, hann var rúmlega fimmtugur og ég hafði þekkt hann síðan hann var
11 ára. Þar fór góður drengur. Fór snemma að sofa um kvöldið.
Á Hvítasunnudag vorum við nú bara að dúlla okkur passa hundinn og og dedúa við undirbúning á kvöldmatnum. við erum með hreindýra file, smjörsteiktar steinselju kartöflur ferskt salat
og hina frægu sveppasósu með koníak og púrtvíni, sem snillingurinn hann tengdasonur minn
kom og gerði handa okkur, þetta var bara, baraaaaaaaa. gott. Í eftirrétt var eðalkaffi frá kaffitár
með marenge ferskju tertu á eftir nammi namm. Það vantaði Dóru og tvíburana Dóra var að vinna og snúllurnar mínar fóru á Ísafjörð í fermingu til Maríu Dísar vinkonu sinnar, en voru hjá Söru sem er líka vinkona þeirra ég veit að þær hafa haft yndislega helgi.
Fara þær suður í dag 28/5 og svo til Tenerife á miðvikudag og mamma þeirra með þeim.
Amma og afi eru að passa hundinn þykir það nú ekki dónalegt. Sko hjá afa sem eyðileggur alla í dekri eru það forréttindi að fá að passa minnstu snúlluna sem er 3ja ára, hundinn og gefa öndunum brauð sem koma í garðinn daglega og koma alveg upp að eldhúsglugga og sníkja.
Núna er hann að slá blettinn svo snúllan og ljósálfurinn geti leikið sér í barnagolfi.
Í morgunn pússaði hann bílinn hátt og lágt ég hjálpaði aðeins til.
Við nefnilega erum að fara til Ísafjarðar um næstu helgi í brúðkaup
Hann er nú annars afar góður þessi maður sem ég hef afnot af.
Athugasemdir
Aldeilis huggulegheit hjá ykkur turtildúfunum
Það var frábært að hitta dúllurnar þínar í gær. Þær þrjár voru óaðskiljanlegar í veislunni og svo komu þær með heim eftir veisluna og voru skríkjandi og flissandi allt kvöldið eins og þeim einum er lagið. Bara gaman
Rannveig Þorvaldsdóttir, 28.5.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.