Ísafjörður.
19.6.2007 | 19:37
Á Ísafirði býr kona sem Ásthildur heitir,
er hún afar dugleg að senda myndir,frá bæjarlífinu, fjöllunum, blómunum, heimilisfólkinu í ýmsu ati, ekki síst börnunum að leik í sjónum og við hann, þau alast upp við fjöruna, sjóinn og bryggjulífið og vita hvað má og ekki má.
Nú bloggvinkonur hennar halda ekki vatni yfir þessari ævintýra veröld sem hún sýnir þeim,
en ég tel að flestir hafi ekki hugmynd um hverskonar undra-veröld þetta er í raun og veru.
Þegar þú kemur til Vestfjarða kemur þú inn í magnaðan ævintýra heim. Þú þarft langan tíma til að skoða, njóta og finna inni með þér allt sem er að upplifa, ef þú ert einn af þeim sem keyrir bara í gegn þá upplifir þú engin undur.
Á Ísafirði er svo margt að skoða og njóta T.d. Edinborgarhúsið sem er alda-gamalt uppgert hús það þjónar í dag menningar-miðstöð,
þar er veitingahús sem er A. La. Helga Vala það hlýtur að vera cool.
Hamraborg er sjoppan!!!!!!!!!!!!!! á staðnum ég get fullyrt að þetta er besta sjoppa ever sem ég hef komið í.
Það er allt gott sem boðið er upp á af þeim bræðrum Gísla og Úlfi og ekki er nú viðmótið af lakara taginu. þeir kunna þetta strákarnir. Enda aldir upp af sinni einstöku móður með stuðningi föðurins að sjálfsögðu.
Í neðsta kaupstað er sjóminjasafn þar er líka fullt af gömlum húsum,
hægt að fá sér létt að borða.og eyða heilum degi á þessum stað.
Bókasafnið er eitt það besta á landinu.
það til húsa í gamla sjúkrahúsinu,
sem er með glæsilegustu húsum á Íslandi. Nú það er Hótelið með afar góðan mat, góður matsölustaður á horninu á móti Samkaup. Í Samkaup er pósthús, konur og menn sem er afar góð verslun og síðast en ekki síst Tay Koon það er bara gott að borða þar.
Jón og Gunna er tískufataverslun sem vert er að líta á Leggur og Skel með barnafötin þar við hliðina á síðan blómabúðin, þetta eru toppbúðir.
Hafnarbúðin með íþróttamerkin skóbúð og bara nefndu það.
Gamla Bakaríinu við Silfurtorg, það er það besta af því besta.
Ekki má gleyma bestu búð sem ég kem inn í með nærföt og f.l. þar fær maður flotta haldara þó maður sé í D. skálum. Ég gleymi örugglega einhverju mér fyrirgefst það vonandi, en ég gleymi ekki að segja ykkur frá fegurðinni, gömlu fallegu húsunum og hinu góða mannlífi sem mætir þér.
Skólar eru frábærir og tónlistarlíf og tónlistarskóli með besta móti, svona ef þið munduð flytja í kjölfarið, það eru góð dæmi um það
Síðan er ekki Ísafjörður eini staðurinn á Vestfjörðum það þarf að skoða hina líka, ég ætla ekki að lýsa þeim núna, en hvet fólk til að heimsækja Vestfirði. Að keyra út í Bolungarvík í góðu veðri,
nei nú verð ég að hætta, ég gæti haldið áfram endalaust. Góða ferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.