Sveitasíminn.
21.6.2007 | 17:09
Kona nokkur bloggaði um áhyggjur bæjarbúa af hjónabandsstöðu þeirra hjóna þar sem hún hafði ekki verið heima hjá sér um hríð. Hún gaf smá yfirlýsingu um málið og tjáði bæjarbúum að hún væri nú bara í prófum í Háskólanum.
Nú margir skrifuðu athugasemd við þetta blogg,
þar á meðal kona, sem tjáði sig um það, að bóndi nokkur í Þingeyjarsýslu hefði sagt sér,
að þegar sveitasímarnir voru lagðir af höfðu margir hjónaskilnaðir orðið, upplausn í sveitum og margir bæir farið í eiði. Hvers vegna, Jú símarnir voru einu félags, menningar og fréttatengsl fólksins við hvort annað.
Svo kannski heldur hún og aðrir bloggarar uppi álitlegum hópi fólks sem fær næringu af því að lesa
þessi blogg.
Eftir að hafa lesið þetta, datt mér í hug allt það fólk sem býr yfir þekkingu frá þessum tíma,
allar þær sögur, sem eru til í huga þeirra sem bjuggu við þessi skemmtilegheit.
Ég kynntist þessu aðeins og fannst það frekar skondið er sussað var á mann til að það væri hægt að hlusta í síman og fá fréttir, hvort sem þær voru sannar, skreyttar eða bara algjör tilbúningur,
því það var aðal sportið hjá sumum að skreyta og búa til. Fólkið fékk heilmikið út úr þessu.
Hvernig væri að fólk, sem kann sögur frá þessum tíma, tæki sig saman, fengi sögugóðan penna
og skrifaði bók um þessi ár. það mundu allir kaupa slíka bók.
Ég er ekki að djóka!!!!! drýfa í þessu.
Athugasemdir
Þetta var oft ansi skondið. Ég var í sveit í Hvítársíðu í Borgarfirði, þar voru nokkrir aðilar svo þaulsetnir við símann, að það varð að biðja fólk vinsamlegast um að fara af línunni svo þeir sem voru að tala næðu sambandi.
Einu sinni vorum við með sýning Litli Leikklúbburinn á Birkimel, leikritið var eiginlega auglýst í gegnum símann hehehe....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2007 kl. 17:29
þetta var annars afar skondið, ég var nú búin að gleyma því að þetta var líka auglýsingasími um allt sem var á döfinni í sveitinni.
Man einnig eftir álaginu á línunni og þegar maður bað fólk að fara af línunni
þá heyrðist klikk klikk klikk.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.