Galdrar alla daga.

Það er svo skemmtilegt þetta með galdrana, tala útfrá sjálfri mér.
Galdrar eru með mér alla daga mér finnst þeir tilheyra daglegu lífi mínu,
fer bara eftir því hvað ég þarf að gera,
hvernig  ég galdrar mig gegnum daginn.
Ef ég vakna með púkann í mér, getur verið snúið að koma honum í burtu
enn það tekst æfilega  um síðir.
Verðum ætíð að vera á varðbergi er við förum að sofa á kvöldin.
Hugsið þið ykkur fýlupokann sem er æði oft í kringum okkur t.d. í börnunum,
ef maður tæki nú poka og segði,
Æ blástu nú fýlunni í pokann fyrir mig hróið mitt síðan  flýti ég mér að loka fyrir
og þá er fýlan búin.
Þetta virkar það þarf bara að gera þetta í gleði ekki með  neikvæðni.
Þetta með sokkaætuna, mér var nú kennt það að ef ég viðhefði
röð og reglu í öllu sem ég gerði þá kæmist engin sokkaæta
eða aðrar ætur að til nappa einhverju frá mér.
Þetta reyndist vera nokkuð rétt.
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs samböndum og nágrannaerjum,
þetta er nú það frábærasta sem ég hef heyrt, ja hjérna  þar sem landið okkar er rómað fyrir nágrannaerjur og mörg sambönd eru á ystu nöf
þá held ég að fólk ætti að hugsa til þess að fá sér  þessa hluti.
Er ekki líka til eitthvað til að kenna fólki að hugsa rétt
vera ekki bara með eiginhagsmunastefnu.
Ég meina þetta.  er ekki að hæðast að þessu,
vil bara taka það framm og þessi mál eru  mér afar hugleikin.


mbl.is Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

fólk gefst svo oft upp án þess að reyna að leysa vandamálið, það er margt hægt að leysa í lífinu en það er nokkur vinna. Maður er ekki endilega betur settur með nýjum maka endalaust, ég tala þar af nokkurri reynslu. Margt myndi ég gera öðruvísi ef ég yrði að fara aftur í gegnum þetta sama líf með þá þekkingu sem ég hef núna á fimmtugsaldrinum.

Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband