Þroskinn og lífið.

Ég var að tala um galdrana í gær og meina ég það sem ég sagði í þeim orðum.
Hrossið mitt, var að tala um að fólk reyndi ekki til hlítar
að vinna úr sínum málum það gæfist upp, margt væri hægt að leysa,
en það tekur tíma. Hún segir: " Margt myndi ég gera öðruvísi ef ég yrði að
fara í gegnum sama líf með þá þekkingu sem ég hef í dag ".
Viturlega mælt heillin mín.
Það er svo margt sem við myndum vilja gera öðruvísi, en verðum við ekki að upplifa
alt sem við förum í gegnum til að þroskast ég hef trú á því.
Ég hef einnig mikla reynslu af svo mörgu góðu og slæmu.
Hið slæma er ekki ætíð það versta því það þroskar mann mest,
þó það sé ekki gott fyrir sálartetrið og alsekki fyrir börnin.
Hef afnot af manni n.o. 3. búin að hafa það í 10. ár og það gengur bara vel,
fjölskyldan er öll afar ánægð með þetta fyrir-komulag, en það eina sem
ég hafði  út úr hinum tveim voru fjögur yndisleg börn sem eru búin að
færa mér átta barnabörn sem eru öll afskaplega hugleikin mér
og þakka ég Guði fyrir þau öll á hverju kvöldi.
Ég hef þroskast helling og ég er alltaf að læra það betur og betur
að hugsa fyrst og fremst um sjálfan mig,  það gengur hægt, en gengur.
eitt er ég búin að læra og það vel.
Það heitir,  hingað og ekki lengra.
Fólk segir að ég sé á uppreisnar-tímabilinu það má vel vera,
en ég læt bara ekki bjóða mér hvað sem er,
og læt skoðanir mínar hiklaust í ljós.
 Er sögð vera frek og yfirgengilega stjórnsöm,W00t (getur ekki verið da.da.ra.da.da.dæ.)
 en samt er nú hægt að leita til mínWhistling
á meðan ég er talin hæf til að leita til  eftir ráðum og dáðum
þá hef ég leifi til að segja mína meininguCool
Jæja dóttir mannsins er að koma með mann og 3. börn
og það verður sko fjör í kotinu næstu daga við verðum þá alls 14. s.t.
með stóðinu mínu hér, við erum nefnilega alltaf öll saman í mat og svoleiðis
þegar fólkið okkar kemur í heimsókn. Fyrirgefið það sem sumir kalla raus,
en míó kallar kommen sens. Bæ. Bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

málið er auðvitað að maður byrjar sem autt blað, svo kemur ýmislegt inn á blaðið og mótar mann.

takk fyrir góða færslu

Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já verði þér að góðu, en ætli við fræðum ekki hvor aðra og það er bara af hinu góða. Kannski hef ég aðeins meiri reynslu en þú enda um 20. árum eldri.
Jæja það eru 30.mín í krakkana best að fara að búa til músina.
                           Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband