Vangaveltur mínar.
22.8.2007 | 16:12
Undanfarna daga hef ég ekki bloggað neitt,
hef ekki haft löngun til að blogga eitthvað út í loftið.
það er undarlegt með samkenndina,
auðvitað er hún til staðar er eitthvað gerist í þjóðfélaginu,
en í bloggheiminum er þetta nánara, þú ert búin að bloggast á við fólk í langan tíma.
Allt í einu kemur högg og það stórt eins og gerðist um síðustu helgi þegar
ein bloggvinkona mín missti son sinn á sviplegan hátt.
Ég missti kraftinn og móðinn og þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan.
Megi góði Guð blessa ykkur öll og gefa ykkur styrk.
Það er þannig með mig að það fer allt af stað ég fer að hugsa aftur í tíman.
Um alla þá sem hafa farið á unga aldri í kringum mig,
af hverju er þetta unga fólk tekið frá okkur, Jú ég hef trú á því að Guð hafi æðra hlutverk
fyrir unga fólkið okkar. Ungt fólk með allskonar vandamál, hver skilur það,
nema þeir sem hafa reynslu sjálfir. "Eimmitt"
Ætla aðeins að rita nokkrar tilvitnanir hér inn. Teknar úr AMObókinni.
Það er betra að segja frá því sem er erfitt þegar maður er barn. Það verður
erfiðara er maður verður eldri. ef maður segir ekki frá þessu getur maður
verið óþekkur alla ævi.- Líka þegar maður er fullorðinn,
Gaman í sveitinni.
mér finnst svo gaman í sveitinni. Það er svo rólegt þar
og engin sem skammar mann.
Ég nenni þessu ekki lengur.
Ég hata þennan skóla.
Ég hata þetta líf.
Maður verður alltaf svo ómögulegur. Alltaf. Maður er of lítill
til að gera eitthvað í þessu. Þetta verður alltaf svona.
Það trúir mér engin.
Kennarinn segir mig alltaf byrja.
Hún hjálpaði mér úti í frímínútum er strákarnir lögðu mig í einelti.
Hún var alltaf reið. Ég vissi ekki að hún væri svona góð.
Hún hefur verið góð við mig síðan.
Ég segi ekkert ljótt við hana lengur.
Hver á svo að koma til? Ég gæti talið upp margt í sambandi við T.d.
Aðild kennara og margra annara. Með fullri virðingu.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.