Skólasetning.

Vorum að koma frá Laugum. Þar var verið að setja Framhalds-skólann í 83.ja sinn,
í 19. sinn sem framhalds-skóla hin 64. skiptin sem Héraðs-skóla.
Þetta er yndislegt mennta og menningarsetur og er ég ekki hissa á því að fólk
fyllist stolti yfir þessum skóla sínum.
Skólastýran Valgerður setti skólann af sinni alkunnu snilld,
kynnti starfsfólk skólans síðan var haldið til veislu í matsal skólans,
þvílík veisla, allskonar smáréttir og kaffi og kökur á eftir.

Jæja nú blogga ég ekki meira í vikutíma, vegna anna á
öðrum vígstöðum.             
                                    Hafið það sem best.
                                            Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Milla..

Ég er ein af þeim sem kíkir oft á bloggið en segir aldrei neitt. Þú hefur snert svo við mér með þínum skrifum og svörum að  ég varð að senda þér stafi.

Takk fyrir að gera það sem þú gerir og vera það sem þú ert.

Þú hefur ótrúlega samúðarfullt en jafnframt ungt hjarta samhliða þinni þroskaðu sál. Ég vona að alheimsorkan metti þig fulla í nótt og næstu nætur svo getir áfram gefið.

Linda (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 02:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Linda þakka þér fyrir þín hlýju orð,
það er mikils virði að heyra í einhverjum sem skilur
þetta með alheimsorkuna.
Linda mín mér hugnast það afar vel ef ég get verið
meðvituð um sem flesta þætti lífsins,
þá er maður betur til þess fallinn að ræða málefni
sem upp koma, en ekki bara: " Ha! hvað er það".
Þú ættir nú að taka þig til og blogga
ég veit að þú getur sagt ýmislegt.
Kærar kveðjur til þín og eigðu góðan dag Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2007 kl. 09:40

3 Smámynd: Gestur Gunnarsson

 Sæl Guðrún

Ætlaði að hringja í 112 en fann þig svo á leitarvél.

Hefi verið að tína ber og gekk sæmilega. Svo var skólinn minn að byrja og mikið vesen kringum það.  Þú ert greinilega klárari en Hitler því hann barðist á tvennum vígstöðvum. Konan mín gekk í skóla á Laugum og það hlýtur að vera góður skóli úr því hún getur rekið mig. Svo á ég líka frænda sem gekk í skóla á Laugum og hann er núna formaður Fjárlaganefndar Alþingis. Rannsóknadeild Ritverkamiðstöðvarinnar er nú að naga sig gegnum Geirfinnsmálið. Niðurstöðurnar verða að þínu ráði birtar í s.k. örskömmtum.

Kv.

Gestur

Gestur Gunnarsson , 6.9.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.