Heima er best.

Erum komin heim eftir 10.daga veru í B.B. Fórum til að passa tvö barnabörn í Garðabæ.
Ég á líka tvö í Reykjanesbæ, fórum til þeirra á Ljósanótt,
Bára Dís kom með okkur, en Hróbjartur nennti því ekki: "skildi það vel"
það var æðislegt, Fúsi og Solla voru með bestu Mexican súpu
sem ég hef smakkað ever og brauð með.
Síðan fóru allir á Ljósanótt,
flugeldasýningin var ekki fyrr en k.l.23. um kvöldið
svo það voru þreytt börn sem komu heim um miðnættið.
Það tók okkur tvo tíma að komast heim í Garðabæinn.
Nú það var nóg að gera þessa daga, aka þeim í skólann sækja þau
síðan að aka þeim í tónlistar-skólan heim aftur matast
og hafa það skemtilegt með þeim.
Þetta voru afar góðir dagar.
Mömmu fórum við að sjálfsögðu til
og Ingó bróðir og Ingu  sóttum við heim um leið og við komum í bæinn,
Ég er nefnilega svo lánsöm að faðir minn sem er núna komin á annað
tilverustig er besti vinur sem ég hef átt í lífinu,
næstur honum er hann Ingó bróðir minn, þess vegna reyni ég að hitta hann
og hans fólk um leið og ég kem í bæinn.
Með fullri virðingu fyrir hinum bræðrum mínum þessum elskum.
Síðan borðuðu við hjá þeim á föstudagskvöldið,
tengdasonur þeirra sem er frá Marokkó eldaði kjúklingarétt frá sínu heimalandi
sá réttur er algjört gourmet.

Fórum heim á laugardags-morguninn.
Borðuðum á nýjum stað á Blönduósi Pottinum og Pönnunni
flott að vera búin að fá ætilegan stað  á leiðinni norður.
Komum svo við á Laugum að sjá snúllurnar okkar þrjár þar
miklir fagnaðarfundir sér í lagi hjá hundinum og þeim Ha.Ha.Ha.
heilsuðum upp á Ljósálfana okkar á Baughólnum
mikil gleði á báða bóga. Þá var það heim heim í rúmið sitt.
Tilfinning sem allir kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband