Pabbahelgar.

Var að lesa í Fréttablaðinu í gær pistilinn stuð milli stríða eftir Emilíu Örlygsdóttur.
Hljóðaði pistillinn upp á pappahelgar, afar skemmtilegur pistill.
Þarna var um þrjár konur að ræða með sín börn og vil ég bara segja
að þau börn eru heppin að pabbarnir vilja hafa þau.
Ég þekki allmargar fjölskyldur sem eru í þessum sporum og þær mér afar nákomnar,
hjá sumum gengur afar vel að púsla þessu saman,
samveran mun meiri enn bara um helgar, þau eru eins og einn
meðlimur hinnar nýju fjölskyldu, svoleiðis á að koma fram við börn,
af virðingu. Þau eiga rétt á bæði móður og föður og að nýir makar og börn
taki þau inn í sitt líf af kærleika, ekki afbrýðissemi og metingi.

Hinsvegar er hin hliðin þar sem pabbarnir vilja sem minnst af börnunum vita
það þekki ég afar vel til, oft endar það með því að börnin kenna sig við móður sína,
það er allt í lagi, en hafa skal í huga að börnin munu á einhverjum tímapunkti
upplifa höfnunar tilfinningu, út af föðurnum og er það sálfræðilega alveg rétt.
þau munu þurfa að vinna úr sínum málum, ef þau gera það ekki bara jafnóðum
eins og ég vona að sé að gerast nálægt mér.

Svo eru það líka þau börn sem hafa komið í heiminn án þess að feðurnir
hafi viljað kannast við þau, þá er ég aðallega að meina þegar DNA.
voru ekki eins nákvæmar eins og í dag. Þarna þekki ég líka til
og börnin vita jafnvel hver pabbi þeirra er, geta ekkert gert,
ef að þau vilja DNA: prufu þá kostar það of mikið fyrir
þeirra fjárhag. þarna ætti ríkið að borga að mínu mati.

Ég sendi öllum börnum sem standa í þessum sporum baráttukveðjur.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sæl. Mig langar einnig að benda á 1 atriði í viðbót sem þér láðist að nefna og það eru pabbarnir sem vilja umgangast börn sín en er meinað það af móður. Ég þekki það af eigin raun,það er sennilega eitt það versta sem faðir og barn geta orðið fyrir

Jóhann Kristjánsson, 16.9.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Jóhann, fyrirgefðu, mér láðist að nefna þessa hlið málsins,
ég þekki hana líka og það versta við þessi mál,
er að móðirin í mörgum tilfellum segir barninu að faðirinn vilji ekki hitta það.
Kæri Jóhann ég gæti verið í allan dag að segja sögur
um hvað pabbinn eða mamman segja við börnin sín.
Af hverju má ég ekki hitta pabba eða mömmu? Svörin eru oftast afar léttvæg.
Eitt er víst að það er allt of sjaldan hugsað um hag barnsins.

Vertu þolinmóður það kemur að því að barnið þitt leitar eftir því að kynnast þér
vertu þá viðbúinn að taka við því. þetta var ekki barninu að kenna.
                                     Kveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæl hringdi í 118 og þeir gáfu upp hvernig ég fyndi þig. Var einu sinni að vinna í Arabalöndum þar var voða gaman hjá öllum krökkum. Geiramálið tefst í nokkra daga vegna nýrra gagna sem guð sendi.

Kv.

Gestur

Gestur Gunnarsson , 16.9.2007 kl. 15:23

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Gestur  þær eru góðar á 118
ef þær vita það ekki þá veit engin það.
Hvar hefur þú eiginlega ekki verið að vinna?
Vona að börnin í Arabalöndunum
hafi átt báða foreldra með skynsemi í kollinum,
stórefa það.
Þetta er allt í lagi með Geiramálið það kemur er það kemur.

          K.v. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Alltaf á Laugum.

Múslimar eru skynsamari en vesturlandabúar eins og ég kynntist þeim.

Voru svona eins og Afi sem var fæddur 1888.  

Gestur Gunnarsson , 16.9.2007 kl. 21:09

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Gestur alltaf á Laugum get ekki verið án tvíburana minna.
Það er sjálfsagt misjafnt fé í öllum trúarbrögðum,
en á Íslandi snýst þetta ekki um trúarbrögð,
heldur eiginhagsmuni  foreldrana.

Ef allir væru nú eins skynsamir og afarnir okkar voru
þá væri þetta nú allt í lagi.
                         K:v.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband