Laugardags færsla.

Millu snúllur komu k.l.8 í morgun pabbi þeirra var á sjó og mamman
að vinna í blómabúðinni. 
það var svo mikið um að vera hér í bæ að þær þurftu að byrja að
vinna svona snemma.
Sú eldri var að fara í afmæli í dag, svo hún fór í sturtu þá vildi sú litla líka,
það er svo gaman að fara í sturtu hjá ömmu,
því hennar klefi er svo stór, gerir gæfumuninn.
Áður en þær fóru í sturtu höfðum við klippt hundinn,
þegar búið var að koma þeim úr sturtunni, fór sú litla (sem er sko ekki lítil)
undir teppi að horfa á vidió, engillinn út að slá túnið,
Við Viktoría skelltum hundinum í baðkarið það tekur nú sinn tíma
það er hársápa, næring og þurrkun á eftir og þvílík kæti.
Svo átti hann að fá nýja hálsól,
en hún var þá of stór, alveg einkennandi fyrir okkur,
kunnum ekkert á þetta, en það hlýtur að koma.

Ég ætlaði á þessu stigi að slappa aðeins af í tölvunni, en nei, 
var þá ekki komið hungur í mannskapinn,
ekkert óeðlilegt við það,  ekki ef þú ert í þessari fjölskildu.
þegar búið var að matast fóru þær systur í skólaleik,
og ýmislegt annað var tekið sér fyrir hendur áður enn ég keyrði
Viktoríu í afmælið  Aþena Marey vildi koma með,
sagði svo er hún var komin út í bíl,
amma ég kem svo með þér í búðina að kaupa trúðaís, svoleiðis lá nú í því.
eitt er á hreinu að manni leiðist ekki nálægt þeim.Whistling

Mér finnst vera einhver lægð í loftinu, en læt það ekki hafa áhrif á mig.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.