Fiskur og mikilvægi hans.

Fiskurinn er afar mikilvægur heilsu okkar,
úr fiski fáum við  t.d. omega 3. joð og mörg önnur efni sem líkami okkar þarfnast.
Ætla ég ekki að fara að útlista það nánar hér hvað þessi efni gera.
hægt að fá upplýsingar um það í apótekum og heilsubúðum.
Aðeins um joðið, þá er það allra meina bót líka útvortis t.d.
á sár og bólgur.
Dæmi: Engillinn brenndist illa á sýru fyrir nokkrum árum,
hann kom heim af sjúkrahúsinu með brúsa með joði,
læknirinn sagði honum að bera það á  sig á hverjum degi, 
ef þetta færi ekki að gróa innan fárra daga þyrfti að
græða nýja húð á sárin, viti menn sárin greru vel og
þökkuðu þeir það joðinu.

Aðeins að fiskinum aftur ég er alin upp við að borða allan fisk
t.d. keilu, löngu, steinbít, lúðu, kola, krabba, þorsk,
bara nefndu hann og hann var borðaður  það var alltaf veisla heima
síst af öllu var borðuð ýsa, ég verð nú bara veik ef ég borða ýsu.
þess vegna segi ég borðið þið meiri fisk og prufið ykkur áfram með uppskriftirnar.
Finnið svo muninn á raspsteiktu ógeðfelldu smjörlíkisýsunni
og t.d. léttsteikta þorskinum með osti og Indversku Dúkat stráð yfir
ferskt salat með, engin fita má dassa með góðri olíu yfir diskinn,
 prufið: " þetta er æði".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja jæja...........næstum orðlaus núna...................ýmislegum lýsingarorðum hef ég heyrt þig kalla hann Gísla............en ALDREI ENGILINN. 

Gagngrýnirinn (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko maður sem aldrei segir eitt styggðaryrði við  hina ákveðnu konu sem hann hefur afnot af og þar fyrir utan sér alfarið um,
þvottinn, uppvöskunarvélina, skiptir á rúmunum, skúrar alla
íbúðina, fer út með ruslið, sér alveg um bílinn já og bara eins og barnabörnin  segja amma á bara eftir að kenna afa að
þurrka af. Þessi maður er bara engill, en ég meina sko ég
geri alla100. hluti aðra mín kæra dóttir Ha.Ha.Ha.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband