Sjálfskaparvíti.
19.9.2007 | 10:10
Já sjálfskaparvíti, en af hverju????????????
Ég er nefnilega ein af þeim sem get talað af reynslu, fór í garnastyttingu
árið 1975. á Akureyri, þetta átti að vera hjálpar-aðgerð aldarinnar,
ekki aldeilis léttist um 55.k.g. á einu ári. Í 6.ár var ég bara afar veik,
mér sem hafði aldrei orðið misdægurt, á tímabili var þetta svo slæmt
að það hefði ekki verið hægt að svæfa mig og tengja aftur.
Sex árum síðar var ég svo tengd í Keflavík, Kristján skurðlæknir
tók þetta að sér að minni beiðni og gekk þetta afar vel
enda ekki von á öðru, Kristján var snillingur.
Ég fékk heilsuna aftur smá saman og lifnaði öll við ,
ef ég hefði ekki fengið mína góðu lund í vöggugjöf,
hefði ég lent inn við sundin blá. Þ.e.a.s. á Kleppi.
Það sem ég vil meina er að það vantar meðferðar-göngudeildir
með sálfræði hjálp + öllu því sem þarf á svona deildir.
Ég vil meina að sjálfskaparvítið kemur af sjálfs-vorkunnar ástandi
sem skapast af óhamingju,
oftast gerir fólk sér ekki grein fyrir því sjálft, af hverju.
Vill heilbrigðiskerfið frekar hjálpa þessu fólki svo það geti farið í aðgerð
taka svo við því ári seinna veikari en það var, ekki er það ódýrara.
Við vitum öll að þetta er ekki svona bara svart og hvítt,
það eru auðvitað frávik frá því sem ég er að segja,
gæti haldið áfram í allan dag en læt staðar numið í bili.
Endilega elskurnar mínar sem þurfið hjálp leitið hennar,
en ekki fara í aðgerð nema brýn nauðsyn sé á.
Góðar stundir.
Hefur losnað við 100 kíló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er góð leið að fara á fund hjá íslensku vigtarráðgjöfurunum í Garðabæ ég hef góða rynslu frá þeim en þetta er barátta
ssol (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 11:01
Já það má ekki fara í þessa aðgerð með það hugarfar að þetta bjargi öllu því svo er aldeilis ekki.
Hafi maður tíma er ddv súper ... en það krefst skipulagningar og lagni.
ókunn (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 11:43
Það væri kannski ekki svo vitlaust Guðlaugur að dáleiða þá
sem virkilega þurfa á því að halda.
T.d. til að ná fram ástæðunni fyrir aukakílóunum.
Íslensku vigtarráðgjafarnir eru mjög góðir, en það þarf bara meira til hjá þeim sem þurfa hjálp.
það þarf að opna fólk fyrir því hvað sé að.
Fyrirgefðu fáfræðina ókunn en hvað er ddv súper?
Og eitt ég veit að það er fullt af fólki sem ekki skilur þetta.
þeir sem eru veikir geta hvorki verið skipulagðir eða lagnir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2007 kl. 12:57
Sjálfur léttist ég um 30 kíló en ég tel mig ekkert svo viljasterkan en ég held að góð "hernaðaráætlun" geri útslagið. Ertu til í að kíkja her inn, mig langar að fara í Heitar umræður, ég tel að það vanti góðar umræður um offitu, jafnvel gott rifrildi. þarft ekkert að segja, bara setja X sem innlitskvitt. Takk fyrir og afsakið frekjuna.
Benedikt Halldórsson, 20.9.2007 kl. 12:36
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
Gestur Gunnarsson , 22.9.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.