Hundinn á dýraspítala og versla í matinn.

Á fimmtudaginn var fórum við með Neró litla á dýraspítalann
hann er alltaf af fá í eyrun sín
og nú heldur dýri að hann sé með ofnæmi fyrir einhverju í matnum,
fáum að vita það eftir mánuð er kemur úr blóðsýni sem úr honum var tekið.
Hann var svæfður og hreinsað úr eyranu, tekið blóð, klipptur og snyrtur,
og tekinn úr sambandi, þetta er algjört svindl litli voffi minn er tekinn
og svæfður og allt þetta gert við hann
á meðan hann getur enga björg sér veitt,Sleeping
en við ráðum engu eru bara fóstur amma og afi.
Æ þið hefðuð átt að sjá hann þegar hann var að vakna
sljór og alveg ruglaður á þessu öllu saman ég er nú búin að eiga
marga hunda um ævina en aldrei lenti ég í svona basli með þá.
þetta er ekki minna sárt en að vera með börnin sín veik,
vona að einhver skilji þetta.

Við vorum komin með Neró k.l.9. og máttum sækja hann k.l.13.00.
svo við fórum bara í búðir á meðan, en fórum fyrst að fá okkur kaffi
og brauð í Bakaríinu við brúnna það svíkur aldrei.
Fórum svo í Svefn og heilsu sko hún er við hliðina á bakaríinu,
Æ.Æ.Æ. þegar við fórum út vorum við búin að kaupa eitt stykki rúm
svona IQ.CARE rúm með  rafknúnum  höfða, fóta og svona fjarstýringu
eins gott að maður ruglist ekki í tökkunum grútsyfjaðurGasp
um miðja nótt. það er nú hætt við því að maður sofni út frá
öllum þessum þægindum og þurfi síðan að laga sig aðeins.
Hlakka til að fá rúmið fyrst er að mála herbergið og setja nýjar gardínur.
held að við hljótum að fá nýtt lífHeartWhistling
Notuðum ferðina og fórum aðeins í rúmfó keypti mér handklæði  og
svart velúr í dúk á borðstofuborðið hin er orðinn svolítið þunnur.
Fórum í Hagkaup þar kaupir maður ýmsar vörur sem fást ekki heima.
og ekki má gleyma vinum mínum í Bónus þar verslar maður alveg helling
fyllir bílinn af vörum  því ekki standa þeir sig  nógu vel birgjarnir
fyrir Kaskó eða Samkaup/Úrval hér á Húsavíkinni.
Starfsfólkið í Bónus á Akureyri er alveg Frábært,
hef ég sjaldan kynnst öðru eins.
Sem betur fer er þjónustulundin að batna yfirhöfuð í landinu,
fólk er farið að gera sér grein fyri því að það er að vinna fyrir
okkur en ekki við fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.