Smyglarar.

Bakþankar Guðmundar Steingrímssonar, held þeir hafi verið á laugardaginn var,
þeir vöktu mig til umhugsunar.
Þegar ég var svona 7-9.ára snót nýflutt á laugarteiginn með fjölskyldunni,
en þá var verið að byggja upp Laugarnesið og var það afar skemmtilegur tími,
allir léku sér saman farið í gömlu góðu leikina
og laugarnesskólinn var alveg frábær.
Já ég ætlaði nú víst að tala um smygl, móðurbróðir minn
var á skipi sem hét Tröllafoss og var í siglingum á milli U.S.A, og R.
Man ég svo vel eftir smyglinu sem hann kom með því það voru
matvörur og fyrir jólin kom hann með allskonar ávexti og svo að sjálfsögðu
jólagjafirnar.
Fossinn lá fyrir utan Laugarnesið og um nóttina var róið út í skip
og komið með smyglvarninginn í land.
Ég er ekki að segja að öðru hafi ekki verið smyglað,
ég hafði bara ekki vit á því þá.
Í dag veit ég að það var líka komið með áfengi
sem er kannski daufasta eiturlyfið sem hægt er að fá,
eða er það  tóbakið???????????????
Þegar ég var stelpa var ekki neitt til í búðunum og ég man eftir að
hafa farið með skömmtunarseðil út í búð fyrir mömmu.
Þeim framvísaði maður til að fá mat.
Veit ungt fólk eitthvað hvað það er, ég held ekki.
Reginmunur á smygli í þá daga og núna.
Í dag getur þú farið út í búð og keypt þér næstum allt sem þú vilt
og ef það er ekki til á Íslandi þá pantar þú það bara  á netinu,
en í þá daga gastu ekki fengið neitt
vikum eða jafnvel mánuðum saman þó þú ættir peninga
vörurnar voru hreinlega ekki til.
Smyglið á sjó hefur alltaf verið til.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.