Erlent fólk.

Hefur komið fyrir að fólk gangi út ef að afgreiðslufólk talar ekki Íslensku.
Neitar að láta erlent fólk afgreiða sig
Það má þá labba út að mínu mati það er þeirra val, en
Hvað gerir fólk í útlöndum ekki er töluð Íslenska þar,
en engin segir neitt við því bara verslar og verslar.
Veit ég vel að það getur verið afleitt ef t.d. um starfsmann
á elliheimili er að ræða, gamla fólkið okkar er svo óöruggt ef það
hefur ekki einhvern sem skilur það.
Það er að sjálfsögðu algjör skilda að erlent vinnuafl læri málið okkar,
en sumir koma bara hingað í sumarvinnu og læra nú varla mikið á þeim tíma
og höfum við þá leifi til að sýna þessu fólki dónaskap.
Sögu skal ég segja stutta, í bakaríi var ég að versla það var í Garðabæ
er þar ung og góðleg stúlka að afgreiða mig ekki innlend ég var að hjálpa henni
að skilja hvað ég vildi, taldi mig ekki of góða til þess,
í því kemur kona inn gengur upp að hlið mér ýtir öxlinni í mig
nikkar að stúlkunni og fer að hlæja, ég horfði á konuna hafði aldrei
séð hana fyrr, hún hefur líklega séð hvað ég var hneyksluð
því hún sagði maður má víst ekki hlæja af þessu fólki,
nei sagði ég frekar ættir þú að hjálpa því.
Það kom mjög á konuna ég horfði ekki á hana meir.
Hvað heldur þetta fólk að það sé.
Mátti til að viðra þessum skoðunum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún!

Mig langaði bara að skrifa smá athugasemd út af færslu hér neðar á síðunni um trú á álfa og drauga. Þetta kemur nefnilega ekki alveg nógu skýrt fram í Fréttablaðinu að mínu mati (ég var aðeins að vinna í sambandi við könnunina).

Spurningarnar í könnuninni voru margar og sértækar. Ein tiltekin spurning snerist um ákveðna tegund af "reimleika" þar sem spurt var sérstaklega í því samhengi að reimleikarnir tengdust ákveðnu húsi eingöngu (hvort viðkomandi hefði gist eða búið í húsi sem var reimt í), kannski svolítið "bíómyndatengd" spurning en það er auðvitað túlkunaratriði. Svo voru ýmsar aðrar spurningar sem snerust aftur á móti um upplifun fólks á til dæmis því að verða var við návist látinna einstaklinga, skoðun á lífi eftir dauðann og svo framvegis. Það er því eingöngu verið að tala um niðurstöðurnar við þessari einu spurningu þegar minnst er á "reimleika" svo samhengið er ef til vill ekki alveg sýnilegt :) Að sjálfsögðu hafa Íslendingar alltaf trúað á yfirnáttúruleg fyrirbæri, drauga og álfa en byrjuðu ekki á því í bíó ;) Um álfatrú voru svo að sjálfsögðu sérstakar spurningar líka eins og svo margt annað.

Ég held að það sé alveg rétt hjá þér að mun fleiri trúi en þeir sem vilja segja það svona "opinberlega"... og flestir vilja líklega sleppa því að fullyrða að þeir trúi alls ekki - svona til vara :) Fyrirgefðu ritgerðina!

Dagbjört (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir Dagbjört, hélt nú eigi heldur að þetta væri bara
svona svart og hvítt, en ég túlkaði það þannig,
að líklegt þætti að aukið áhorf á draugamyndir
mundi auka trú fólks á draugagang, ég er ekki sammála því.
Trúin hefur alltaf verið, við erum alin upp við hana.
Að sjálfsögðu eru reimleikar meiri í öðrum húsum
enn hinum, fólk er líka misjafnlega móttækilegt fyrir þeim.
Það veit ekki út af hverju þetta og hitt er, en það er svo aftur
lengra mál.
Það er ekkert að fyrirgefa Dagbjört alltaf gaman að lesa góða
ritgerð.               Bara þakka þér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2007 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband