Fyrir svefninn.

Piltur nokkur frumvaxta kom að máli við föður sinn og hvaðst hafa í hyggju að staðfesta ráð sitt.
Karl tók vel í það og spurði hvaða stúlku hann hefði hug á.
Það er hún Sigga í Norðurkoti svaraði piltur.
það var slæmt, svaraði karl, því, þér að segja, er hún dóttir mín.
pilturinn lét sér þetta lynda, og leið svo nokkur tími.
Þá kom hann aftur að máli við föður sinn um sama efnið.
Hann tók því eins og fyrra skiptið og spurði hvert
hann ætlaði nú að leita.
Til hennar Gunnu í Efra Gerði.
Það var afleitt því það er eins með hana hún er dóttir mín.
Þá lagðist pilturinn í þunglyndi og hugarvíli
og hafðist ekki úr honum orð.
Móðir hans gekk á hann um tilefnitil ógleði hans,
og þótt hann væri tregur til að láta nokkuð uppi um það,
kom svo að lokum, að hann sagði henni upp alla söguna.
Láttu það ekki á þig fá, Jónminn, mælti kerling,
það getur allt lagast, því að hann pabbi þinn á heldur ekkert í þér.
Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

 góður þessi....

Rannveig Þorvaldsdóttir, 1.10.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Ragnheiður

 Það er ekki að spyrja að því...góður

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk snúllur, þið fáið örugglega fleiri svona.
 Eigið þið góðan dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.