Fyrir svefninn.

Einu sinni voru þeir á gangi á götu í Húsavík,
Friðrik póstur frá Helgustöðum og Sigurjón Þorgrímsson,
mágur hans, hótelhaldari í Húsavík.
Friðrik var alltaf að berjast við að gera vísu, þegar vel lá á honum,
og í þetta sinn lentu þeir félagar í miklu umferðarþvargi þarna á götunni,
bæði af bílum og annarri umferð, og urðu þeir að stansa og sæta lagi að komast áfram.
Þá byrjaði Friðrik að kveða:

                            Nú er vandi að verja sig
                            að verða ei strand á götu.

Þá botnaði Sigurjón:

                             Þar kom andinn yfir þig
                             eins og hland úr fötu.
                                                                                   Góða nótt.
                                                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband