Bara kominn til Reykjavíkur, Flott eða hvað.

Það er að mínu mati, siðlegra, af fólki að láta vita þegar svona gerist
og það kemst frá bílum sínum hjálparlaust.
Eiga ekki allir orðið gemsa???
Og hugsar fólk ekki neitt???
Veit það ekki, hvað það er dýrt að kalla út björgunarsveitir,
svo ég tali nú ekki um tímann sem þeir missa með fólkinu sínu,
þegar farið er í leit.
þótt það telji það aldrei eftir sér, þetta æðislega fólk sem er í þessum sveitum.
Það þarf að athuga, að þeir hoppa ekki bara upp í bílana og bruna í leit,
koma svo til baka og fara heim til sín. Nei, Nei, Nei, það þarf að þrífa bílana,
fylla af olíu, fylla rúðupissið og ganga frá öllum fötum eins og vera ber,
svo allt sé tilbúið  fyrir næsta útkall.
Það er margt fleira sem ég hef ekki talið upp.
Björgunarsveitar-menn þið eruð englarnir okkar þegar eitthvað kemur fyrir
og bara alltaf. Einu sinni enn segi ég það, að það ætti að skylda ungmenni landsins að
ganga námskeið hjá Björgunar-sveitunum, Þau mundu læra að vinna og
bera virðingu fyrir einu og öllu.
                    Góðar stundir.


mbl.is Maður sem leitað var eftir umferðarslys reyndist heill á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki betur til en að lögreglan hafi veri ðað byðja landsmenn um að hætta að hafa samband við sig út af umferðarslysum, í síðustu viku á forsíðu fréttablaðsinns.

Pétur (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú ekki að misskilja eitthvað, h.r. Pétur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég skil hvað þú ert að fara Guðrún og er sammála þér um að fólk ætti að hugsa betur um það hvað það er að gera svo að ekki sé verið að kalla út björgunarsveitir að ástæðulausu. Þá sérstaklega fer það í mig þegar að fólk er að fara út á hálendi og veit ekkert hvað það er að gera, svo kostar það nokkrar miljónir að koma þeim aftur heim, fyrir utan allan dýrmæta tímann sem að fólk hefur sett í leitina.

En getur ekki bara verið í þessu tilviki að manngreyið hafi ekki gert sér grein fyrir því að það yrði kölluð út björgunarsveit. Ég er ekkert viss um að ég myndi tilkynna það ef að ég færi útaf, já ok núna kannski en ekki áður en að ég las þess frétt.

Sporðdrekinn, 21.10.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sporðdreki góðan daginn, það er gott ef þú hefur lært eitthvað af þessum skrifum mínum, það er heldur ekki sama hvernig þú ferð útaf,
þessi bíll var á hvolfi út í á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband