Hefur gerst á Íslandi.

Þetta er hörmulega sorglegt, hugsið þið ykkur, engin trúði henni í 70. ár.
Ef þetta er ekki að vera sama um mannlega líðan þá veit ég ekki hvað.
Svona var þetta og svona er þetta, kannski í öðru ferli nú til dags.

Einu sinni var mér sögð saga, hún var um fjölskyldu sem bjó í sveit,
dag einn var bóndinn að vaða ána, hnaut um koll og drukknaði.
konan horfði á þetta gerast, en gat ekkert gert.
Upp frá því talaði konan eigi meir. Dóttirin altalandi, en ungur bróðir hennar
illa og seint talandi eins og gengur og gerist með börn.
Eins og lög gera ráð fyrir átti að hjálpa fjölskyldu þessari,
en hvernig. Þar gerðist meinið.
Móðurinni var komið á tilhlýðilega stofnun að þeirra mati.
Drengurinn var talinn eitthvað skrítinn og sendur á heimili austur í sveit.
Telpunni var komið í fóstur á austurlandi.
Þegar hún varð fullorðin, og réði sér sjálf,
fór hún einhverju sinni að hitta bróður sinn
þar sem hann bjó á sama stað og honum hafði verið komið fyrir.
Hún komst að því að það var ekkert að  honum.
Hún vildi fá hann með sér, en hann kaus að vera þar sem hafði verið hlúð vel að honum
og hann átti orðið sitt líf.
Ég sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana, tel hana vera sanna.


mbl.is Frelsuð eftir 70 ára vist á stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband