Fyrir svefninn (Andleg kúgun.)

Andleg kúgun er það sem þeir hjá Tryggingarstofnun Ríkisins viðhafa.
Við erum allt of lengi búin að láta oka okkur með ósanngirni á alla vegu.
Verst hefur mér fundist tilsvörin,
það er eins og starfsfólkið sé að tala við algjöra ómaga á Ríkinu.
Ég kann sem betur fer að svara svona dónum, en hugsið ykkur
þá sem doðrast niður undan þessum ruddaskap og gefast upp.
Hvað er lengi búið að taka á þessu með silkihönskunum???
Eins og þið segið öll, mál að linni, harkan sex ef ekki eru komnar úrbætur
um áramótin næstu. Þá verða allir að standa saman.

                          Víst munu Tryggingar vinsemd eiga fárra,
                          væri það metið af dyggðum sínum.
                          Útlitið er innrætinu skárra,
                          Því innrætið færir bara stórum og fínum.
                                              Góða nótt.
                          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það er skömm að þessu kerfi og það þarf að taka til í því.

Ragnheiður , 23.10.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir sem ekki þora að svara fyrir sig verða einfaldlega undir, því fólki vil ég hjálpa. Allt of mörgum er misboðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið bara vitið ekki hvað ég er sammála ykkur.
Hafið góðan dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.10.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband