Búálfar á ferð.

Þegar eitthvað mikið er að gerast þá segi ég oft að búálfarnir  séu á ferð.
Sko í fyrradag datt atvinnurekandinn hennar Millu minnar
og fékk þau allra mestu lita brygði á hné og fót sem ég hef á
ævi minni séð, að sjálfsögðu voru litirnir í stíl við jólalitina í ár
sem sagt fjólubláar setterningar, afar flott.

Í gærkvöldi fóru þær svo allar að setja búðina í jólabúning,
að sjálfsögðu voru allar snúllurnar hjá ömmu í mat.
Milla mætti snemma í vinnuna til að klára ýmislegt, tekur upp
stærðar jólatré í potti níðþungt og eitthvað gerist í bakinu á henni
síðan er hún búin að vera bakk.
búálfarnir eru stundum á kreiki og hafa gaman að því að ergja fólk,
eða kannski eru þeir að mynna fólk á að það er ekki alltaf 18 ára.

Nú auðvitað voru þær aftur hjá ömmu og afa í dag og í kvöldmat,
ég var nú bara með snarl tvíburarnir og Viktoría vildu súpu hinir skyr
afi vildi bara mjólk út á skyrið, en Aþena vildi sko rjóma,
þegar hún svo sá að stelpurnar fengu sér brauð út í súpuna
vildi hún fá brauð út í skyrið, skrautleg máltíð þetta.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

já satt segirðu,skrautleg máltíð.

Vonandi batnar slysarokknum...ferlegt að lenda í svona...

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það ætla ég að vona, það versta við þetta er að hún er alveg eins og mamman með það, að hún þolir ekki verkjalyf, tók samt einhverjar töflur og fárveiktist litla snúllan hennar mömmu sinnar, en Ingimar minn er heima á kvöldin svo hann sér um þær allar þrjár, ég fer svo með þær í skóla og leikskóla á morgunn. Engillinn hjálpar mér þessi elska annars gæti ég þetta ekki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband